Monday, September 25, 2006

Fagurt er lifid.

O fagra jord, o fagri heimur, o fagra lif... O hvursu fritt ad sja hvurnin blomhnappar opnast thegar solin kyssir vanga theirra...
Thid stulkur sem vaentud thess ad fa upp ur mer aunhvurn arans biturleika og ohamingju verdur ekki ad osk ykkar, thvi allt er svo undurfagurt og indaelt. O ja, o ja.
Hvad hofum ver haft svo gifurlegt fyrir stafni ad ekki hefur gefist timi til frettaflutnings til heimahaganna? Jah, stort er spurt. I raun geri eg mer ekki grein fyrir thvi thar sem dagar og naetur blandast saman i eina hamingjusama harmoniu. Ver hofum tho alltent haldid ut ur husi og farid a eitt stykki tonleika i naesta bae, sem endudu med aunhvurju folki lengst uppi i sveit. Svo forum ver nidri bae a fostudagskveldid og lentum a aunhverju teknokveldi. Eg akvad bara ad stiga nokkur tryllt dansspor, thar sem thad er ekki oft sem manni bydst taekifaeri til thess ad hoppa um og skoppa vid tofrandi teknotona.
Annars hofum ver gjort mikid af thvi ad sofa eins langt frameftir og ver getum. Thad gengur vel thar sem eg er einungis i timum eftir hadegi. En nu er eg buin ad skra mig i klettaklifur og er ad fara ad koma mer i ad skra mig i aunhvurn utivistarklubb og fleira, thannig ad thad verdur meira um athafnir bradlega.
Hvad get eg svo sem sagt til ad gledja ykkur? Eg veit ekki.
Katla

Tuesday, September 19, 2006

Solbruni og arabiska.

Afsakid langa fjarveru mina. Tilvonandi magkona min hefur rett fyrir ser, um leid og Gulli steig ut ur flugvelinni handjarnadi hann mig og hefur haldid mer fanginni sidan tha.
Hann kom tho alltent med lifid med ser blessadur drengurinn, og vid hofum gjort margt indaelt saman. Um helgina skelltum vid okkur a bilaleigubil upp a fjoll og forum i fimm og halfs tima gongu upp ad eldfjallinu og saum eldgos nokkud. Nu erum vid alveg gifurlega solbrunnin og saet.
Svo erum vid bara buin ad vera ad horfa a fyrstu seriuna af Lost og erum alveg farin ad lifa okkur inn i thetta her a thessari hitabeltisey.
Vid erum i timum i arabisku tvisvar i viku og eru thad ahugaverdustu timarnir sem eg er i i thessum skola.
I kveld aetlum vid ad skella oss a reggaekveld a bar nokkrum nidri bae.
Unadur.
Verid sael ad sinni.
(Kann ekki ad skipta yfir i islenskt lyklabord a appletolvu)

Monday, September 11, 2006

Tilgangur tilgangsleysisins

Helgin var aevintyraleg.

Planid var ad fara med thvi sem virtust indaelir skiptinemar ad skoda eldgosid sem a ser stad um thessar mundir. Misskilningur atti ser tho stad og klukkan 5 a laugardagsmorguninn stod eg eins og kjani fyrir utan haskolann og beid eftir folki sem hafdi haldid brott daginn adur kl 17.00. Mig langadi augnablik ad bresta i grat, en komst ad theirri nidurstodu ad aedri mattarvold vaeru ad leggja a mig profraun. Thar ed eg hefi mikid vaelt yfir einmanaleika undanfarid akvad Gud ad nu skyldi ekki vaelt meir heldur skyldi eg skundast til ad bjarga mer upp a eigin spytur og njota thess.

Thannig leiddi misskilningurinn til thess ad fyrir solarpuppras var eg stodd eins mins lids i rutu a leid sudur til St-Pierre. Thar ed eg bar nyju gongubofsurnar a loppum mer akvad eg ad halda thadan til fjalla. Engar rutur fara upp ad eldfjallinu thannig ad eg stokk upp i rutu til fjallathorpsins Cilaos, og var leidin thangad med eindaemum mognud. Thadan helt eg til skitapleissins Bras Sec thar sem eg hafdi pantad mer nott a aunhvurskonar hoteli. Eilitid thotti mer einmanalegt i a thessum stad, thar ed ekkert var thar a seydi og var eg komin inn a hotel kl 18 thar sem mer thotti solin of lagt a lofti til fjallgongu. En eg nytti timann til ad spjalla vid Gulla i simann og tilraunar til ad baeta metid mitt i snake, sem adur fyrr thotti fyrir nedan virdingu mina.

Nottin var afar kold tho eg svaefi i ollum fotunum. I morgunsarid opnadi eg gluggan og blasti vid fogur fjallasyn og fuglasongur hljomadi i eyrum mer. Eg drakk te og at braud med hinni gomsaetustu papayasultu i morgunverd. Svo vigdi eg gonguskona mina. Their voru afmaelisgjof fra astkaerum modursystrum minum, ommu, afa og fraenda. Their sem mig thekkja vel vita ad eg er ekki i sem bestu formi, og thvi var eg anaegd med ad fa ad masa og blasa ein i fj0llunum. Eftir eins og halfs tima labb upp og nidur brekkur i graenum skogi kom eg skyndilega aftur nidur ad veginum, og fylltist stolti yfir frumraun minni i fjallgongu her a ey. Thaer verda vonandi mun fleiri og hyggst eg snua aftur heim sem garpur mikill.

Eg eyddi 3 timum i ad skoda Cilaos. Mer thykir magnad ad svo hatt uppi i fjollunum, svo fjarri alheiminum, skuli vera svo lifandi og skemmtileg borg/baer. Skodadi eg sunnudagsmarkadinn og fjarfesti i krukku af papayasultu, at is og labbadi um. Svo helt eg nidur fjollin med rutunni, i endalausm krusidullum og i gegnum throoooong gong.

Heimferdin var maske aevintyralegust af ollu. A sunnudogum er minna um rutuferdir og straetoarnir haetta ad ganga einkar snemma. Tok eg mid af thessu er eg kaus ad taka rutuna heim kl 15:45. Hun reyndist hins vegar full og thurfti eg ad bida i halftima eftir theirri sem helt lengri leid til Saint-Denis. Ekki nog med thad heldur lentum ver i hinni gifurlegustu umferdarteppu, og tok thad heilan klukkutima ad komast i gegn um einn skitinn bae. Er ver loksins komumst ut ur ogongunum fylltist rutan af folki.

A stoppistod einni stukku inn i rutuna pjakkar thrir a ad giska 15 ara gamlir. Toldu their sig gangstera mikla thar ed their attu i heiftarlegu rifrildi vid einhvurn fyrir utan rutuna. Rifrildid snerist um zamal, en baru their fullar lukur af theirri graenu jurt, og foru ekki leynt med thad. Thar sem slagsmal hofdu naestum brotist ut i dyrunum, var theim lokad og bilstjorinn fludi af holmi med glaepamennina litlu innanbords. Ekki hofdum ver tho keyrt lengi thegar bla blikkandi ljos umvofdu farartaeki vort og var kallad i hatolurum ad stodva rutuna. Drengurinn sem bar fenginn trod honum i tosku sina og henti henni i farangursrymid fyrir ofan sig og setti upp sakleysissvip. Hann dugdi tho ekki til thvi hann og annar felaga hans voru handsamadir.

Alltent. Heimferdinni seinkadi til muna og uti var svartamyrkur og engir straetoar heim lengur. Tok eg tha eftir haskolalegum pilti sem virtist i sama vanda og eg. Fekk hann afnot af sima minum og hringdi i felaga sinn sem sotti okkur a rutustodina og skutladi mer heim heilli a holdnu. O hvursu unadsleg heimkoma eftir langa og aevintyralega helgi.

Nu er hann Gulli minn a leid hingad. A thessari stundu situr hann i flugvel a leid til Parisar. Hvursu undursamlega unadslegt!!!

Sael og bless.

Thursday, September 07, 2006

Fimmtudagur 7/9

Sael veridi sem fordum.

Helst er ad fretta ad eg hefi eignast nyjan uppahaldseftirrett. Nefnist hann flamberadir bananar med is og heitri sukkuladisosu ad haetti Nico, og hef eg neytt hans undanfarin 4 kvold med sambuendum minum. AMM, AMM.

Annars hefi eg eingongu naerst a nudlum med tomatmauki sidan eg kom hingad, ef fra er talid kaninukjetid sem Lau Tai baud mer upp a um daginn. Thad er heila minum um megn ad finna upp a frumlegri eldamennsku, en eg tel ad betri helmingur minn muni sja mer fyrir fjolbreyttara mataraedi er hann kemur, blessadur drengurinn.

AE, eg er stundum svo ognareinmana. Madur er svo ut ur eitthvad og thekkir ekkert lid en allir hinir skiptinemarnir thekkjast af studentagordunum. Thetta er ekki audvelt lif frekar en nokkurn timan thegar eg a i hlut.

I gaer var einhvurskonar akaflega virdulegur skiptinemadagur. Skolastjorinn var ad tja sig heil oskop asamt tugi annarra mikilvaegra adila og thad var ekki skemmtilegt. Svo maettu ad sjalfsogdu fjolmidlar a stadinn og vildu raeda vid eina Islendinginn. Ekki nema von. En svo virdist sem eg se baeldari en fordum, auk thess sem fyrirlitning ut i fjolmidla er ordin ein af hugsjonum minum, thvi eg hafdi aungvan ahuga a ad raeda vid tha. En eg let dragast og thad var svo sem ekki svo slaemt, svo var tekin mynd af mer. Mer var stillt upp vid bleikan blomarunna og var eg bedin um ad handfjatla fingerd blomin og horfa a thau af hluttekningu. Thotti mer thad einum of mikid af hinu goda og neitadi fimm sinnum adur en eg let hafa mig ut i thetta, en tha thotti mer thad ordid svo skondid ad eg tel ad ur hafi ordid hin fagrasta ljosmynd.


Alltent vaenur minar og vaenar,
bless.

Monday, September 04, 2006

manudagskveld

Thar sem uti geysar hin ogurlegasta rigning og eg hefi ekki ged i mer ad labba heim mun eg thess i stad rita her nokkrar aumkunarverdar linur.

Thad sem vér Islendingar munum avallt hafa fram yfir adrar thjodir i evropsku (og jafnvel vidara) samhengi er thad ad i hvurt skipti sem madur tjair folki um uppruna sinn fara augnabrunir thess a loft og thad segir agndofa: "Và". Thetta ytir undir mikilmennskubrjalaedi okkar Islendinga og tha serstaklega mitt thar sem eg er i edli minu mikilmennskubrjalud. Eg tel mig tho odrum Islendingum aedri og tek ekki lengur thatt i islenskri medalmennsku. Eg hefi sagt mig ur samfelaginu og lifi samkvaemt eigin reglugerd. Thess vegna sagdi eg adan ad hamborgarar og pizzur vaeru thad sem Islendingar aetu og thegar vidmaelandi minn spurdi um thjodarrettinn let eg sem eg skildi hann ekki. Eg bara nennnnnni ekki ad lata folk standa a gati yfir thvi ad ver skulum leggja okkur til munns sursada pungsa. Mer thykir thad ekkert merkilegt og sjalf hef eg einungis bragdad tha einu sinni.

Eg var sumsé ad koma ur minum fyrsta mannfraeditima her handan hafs. Nefnist kursinn "Anthropologie de La Réunion" og virdist ganga ut a thad ad kennarinn segi aevintyralegar sogur af ferdalogum sinum. Thad verdur maske ahugaverdara thegar madur fer ad na thvi adeins betur hvad hann er ad segja, en i dag var eg akaflega stolt af adlogunarhaefileikum minum thvi ad eg var svo gott sem sofnud fram a bordid. Ja, eg mun odlast BA-gradu i svefni, ef svo fer ad eg ljuki thessu nami. Ekki amalegt thad.

I gaer keypti eg mer a markadi skoskjatur endurunnar ur bildekki. Mer thottu sandalar thessir toff auk thess sem their kostudu einungis 350 kronur. En faetur minir urdu mardir og svartir. Theim likadi ekki vid ad vera alitnir bilfelgur. Thvi mun eg afram ganga um eins og afglapi i strigaskom og svitna vel.

Og rigningin uti fyrir eykst. En timinn lidur um leid. Ja, her maelist timinn i regndropum sem af himnum falla, gott folk. I rigningu sem thessari er hvur dropi einn milljonasti ur sekundubroti.

Eg elshka ykkur i raun og sannleika.

Sunday, September 03, 2006

Kwé la Fé!

Heil veridi og sael oll somul!
Dagsetningar a bloggi thessu eru rangar en nu er manudagur og klukkan er 10.
Loksins loksins loksins byrjar skolinn i dag! Eg er ad fara i tima i kreolsku og mannfraedi La Réunion seinni partinn i dag... unadur.
I gaer var sunnudagur. Thar sem eg hafi ekkert ad gera og engan til ad hanga med tok eg tha akvordun ad leggja upp i litla ferd. Eg tok rutuna til naesta baejar sem nefnist St-Suzanne og thadan gekk ég sem leid la i hellirigningu i gegn um sykurreysakra, 2 km leid upp ad Niagara fossi. Ja, hann nefnist svo en ber ei nafn med rentu. Thetta var svosem hinn ljufasti foss, og at eg vid hann baguette mitt adur en eg helt til baka. A theirri leid hitti eg litinn frosk sem horfdi a mig storum augum. Svo gekk eg upp ad vita nokkrum og hitti thar fyrir geitur nokkrar og kidlinga sem gloddu mig mjog. Einn kidlingurinn vildi lata halda a ser og vakti hann upp modurtilfinningu i hjarta mer.
Thessi litla ferd min vakti upp jadkvaedni i brjosti minu og i fyrsta skipti attadi eg mig a hvursu ognarstutt dvol min a thessari ey er i raun. Fullkominn timi til fronskunams og kreolsku, en Nico er nu thegar byrjadur ad kenna mer kreolsku. Hun virdist ekki vera svo flokin.
AE, svona er nu lifid indaelt a stundum og stundum ei.
Eg hefi nu opnad fyrir kommentakerfi mitt, svo ad eftir minni bestu vitund aetti hver sem er ad geta tjad sig her.
Eg sendi ykkur minar bestu kvedjur.

Friday, September 01, 2006

September hafinn.

A haskolabokasafninu er ekki svo slaem stemmning. Ekki heldur i byggingu theirri er hysir mannfraedideild haskolans. Hun er a 5 haedum og a hvurri einustu er opid til hafs og madur horfir yfir borgina og blàan sjoinn. Thad er fagurt.
Annars virdist sem skolinn hefjist a manudaginn. Sumir vilja tho halda fram ad thad se i dag, adrir a midvikudaginn naestkomandi og enn adrir hinn 11. sept. Thad er spurning hverju skal tekid mark a. Mer virdist stundum sem fronsk bjùrokrasia se likt og ognarstor oskiljanleg skepna sem ollum ber ad hlyda. Tho eru undirmenn hennar bara eilitil ped sem ekkert vita og ekkert skilja, thannig ad i hvert skipti sem madur tharf ad standa i einhverju smaraedi tharf ad hringja otal simtol, standa i otal bidrodum og allir segja: "jah... eg veit ekki.... eg veit ekki... biddu, eg aetla ad hringja eitt simtal..." En allt virdist thad nu reddast a endanum.
I augnablikinu eru sambuendur minir thau Gwen og Nico lif min og yndi. Ef ekki vaeri fyrir thau vaeri eg alein i heiminum. Thau fylla lifid tilgangi med gitarspili og indaelleika. I morgun hafdi Nico fjarlaegt flettur ur hari sinu og bar hann theirra i stad storglaesilegt afro. Thad thotti mer magnad.
Annad kveld aetla eg svo ut a lifid med henni Pierrette, einni af starfsmonnum hotelsins sem eg gisti a fyrstu nottina. Jah, madur verdur vist ad finna ser eitthvad til adhefslu her.
A nottu hverri dreymir mig astvini mina a Islandi. Thad eru avallt ahugaverdir en misskemmtilegir draumar. I nott dreymdi mig hana Gunnu mina. Hun var kominn a flottan bil og keyrdi um hlustandi ymist a Bitlana eda Spice Girls. Svo var haldin veisla henni til heidurs i sundhollinni.
Annars er september hafinn. Manudurinn sem ver Gulli verdum ein heild ad nyju. Thad fyllir mig hamingju.