Friday, April 13, 2007

Lúxemborg

Nú erum við í hinnu eilífu sveitasælu í Lúxemborg. Það er ljúft og kalt.... þó að í gær hafi verið yfir 20 stiga hiti.
Við enduðum á að nenna ekki að fara upp á Piton de Neiges. Leigðum í staðinn bíl með Ylfu og Eika og kíktum á eldgosið mikla. Við sáum eldtungur renna niður í sjó með miklum gufugangi. Þetta var í þriðja skipti sem eldfjallið gaus á meðan að á dvöl okkar stóð.
Síðustu dagarnir á Reunion voru undarlegir. Ég neyddist til að borða að minnsta kosti tvo ísa á dag til þess að fara ekki yfir um af pirringi/þunglyndi eða ég veit ekki hverju. En það er ákaflega ljúft að vera komin til Evrópu í kuldann.
Höldum aftur til Parísar á morgun. Ætlum að hanga þar í hámenningunni í nokkra daga áðren við sameinumst lúsablesalegu eðli okkar á Íslandi.
Sjámst.

5 Comments:

Blogger Híalín said...

Það verða viðbryggði að lenda á Klakanum Góða..........
Knús í bæinn.......

13.4.07  
Blogger Eggert said...

úff... lúxembúrg... hljómar ekki eins ævintýralegt og ReUnion... vona að þið hafið það gott, gott fólk... passið ykkur svo á bílunum...

13.4.07  
Blogger Híalín said...

Langar að svindla mér fyrir "horn" (sorrý Katla)eini sanni Eggert! kveðja frá Sönderborg............

14.4.07  
Blogger Eggert said...

sælar frú mín góð...
gaman að "sjá" þig hér ;)
þyrftum nú endilega að hittast e-n tíma... verst að maður búi svona sitt á hvað út um víða veröld...

14.4.07  
Blogger Híalín said...

Já segðu út um víða veröld...kann nú ekki við að nota bloggið hennar Kötlu(sorrý Katla mín), en er svo oft hugsað til þín Eggert, bara gangi þér vel og hafðu það gott.........

15.4.07  

Post a Comment

<< Home