Friday, March 16, 2007

Októberfest

Halló.

Í gær hélt máritíski vinur okkar Christoph októberfest í tilefni nýrrar stöðu sinnar sem flugfreyja hjá flugfélagi Qatar. Hann fer fyrst til Máritíus að kveðja mömmu sína og pabba... hvílík einskær heppni fyrir okkur! Við munum troða okkur í máritískt fjölskylduboð í næstu viku, hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Fólk spyr oss um heimkomu. Hún mun eiga sér stað hinn 18. dag aprílmánaðar. Þá munið þið bera augum sólbrún fés okkar og stælta kroppa.

Veit ei hvort það er við hæfi að tjá sig um það á bloggi að ég mun hljóta nafnbótina "gömul frænka" í október. Steinunn blessuninn smitaðist af óléttufaraldrinum hjá vinkonum sínum. Það er svo krúttlegt!

Rommflaskan góða hans Gulla reyndist ekki vera svo góð eftir allt saman. Hún bar keim af rotnum ananas, rommgerðarmanninum til einskærrar óhamingju. Hann átti þó alltént til aðra minni flösku blandaða vanillu, kanel, anís og fleira góðgæti. Hún er hreint ekki svo slæm.

Vildi óska að ég hefði eitthvað krassandi og sjúklega fyndið að tjá mig um. En nei. Sú er ekki raunin.

6 Comments:

Blogger Híalín said...

Þar fór rommdropinn fyrir lítið, gerir ekkert til......
Hafið það gott í boðflennuteitinu, gott hjá ykkur...
Góða helgi og verið stilllllt...

16.3.07  
Anonymous Anonymous said...

Getur það verið að þetta sé sami gamli Christoph... glaðlyndur fýr sem vill við alla ræða? Ef svo er bið ég að heilsa honum sem og ykkur kæru sjötuhjú. Njótið lífsins. Það er brátt búið. Nei, djók ókei, tek þetta til baka, en hey, mar veit aldrei svo eins gott að njóta dagsins. (vona að ég hafi ekki verið of neikvæð í þessari athugamsemd...eh.....). Blz

16.3.07  
Blogger Polypía said...

mmmm... rotinn ananas... namm namm!
Í illræmdasta fangelsi Thailands er ananas bannaður. Ef dömurnar komast yfir einn slíkan setja þær umsvifalaust sykur á hann og láta hann liggja í sólinni... þegar líður á kvöldið taka þær hann svo inn úr hitanum og þá er komið dýrindis heimabrugg!
Svei mér þá ef rommið hans Gulla hljómar þá ekki betur eftir allt saman :P

Haltu þig annars við "gömul frænka" titilinn, það er töluvert ljúfara en að smitast sjálf af óléttufaraldrinum!! Til hamingju með nafnbótina :)

17.3.07  
Blogger Baula said...

Va! Spurningar vakna!! En hvad thu ert buin ad vera ad lifa spennandi lifi!!!

18.3.07  
Anonymous Anonymous said...

Njehehaha! Bíð S P E N N T eftir ykkur á Márítíus. Það verður sko maritröð í lagi, himpigimpin ykkar. Og eitthvað annað drukkið en romm. Bíðiði bara. Þá fáiði eitthvað krassandi og sjúklega fyndið að tjá ykkur um. Ó já. Sú verður raunin. Tryllingurinn er rétt að byrja!

18.3.07  
Anonymous Anonymous said...

Hvi skal allt vera fyndid svosum? Gerum uppreisn gegn sifelldri krofu um humor.

18.3.07  

Post a Comment

<< Home