Bömmer
Veit ei hvað sagt skal annað en það að ég vil flýja burt frá þessari borg.
Við lentum í útistöðum við perra og gelgjur í gær. Okkur blöskraði fávitaskapurinn í perrunum á veitingastaðnum þar sem við borðuðum í gærkveldi og fórum ekki leynt með fyrirlitningu okkar. Það endaði með að einn þeirra settist hjá okkur og ræddi málin. Við sögðumst vera íslenskir blaðamenn að skoða kynlífsferðamannaiðnað á Madagaskar. Fengum að taka myndir af honum og allt.
Kallinum fannst hann æðislegur. Hann var sko búinn að búa í Majunga síðan '96 og var búin að gera svo margt fyrir þessa borg. Hann var bara æðislegur og hugsaði svo vel um allt fólkið og ég veit ekki hvað og hvað. Hann sagði við Gulla að hann væri of ungur til að skilja þetta og að ég ætti bara eftir að sjá til: eftir 20 ár myndi hann vera í sömu sporum.
Allavega. Ég nenni ekki að vera orðlöng um þetta. Ég endaði allavega á því að spjalla við nokkrar af stelpunum og var það afar lærdómsríkt. Sérstaklega í ljósi þess að allavega tvær af þeim fannst mér vera mun sjálfsöruggari en ég og mjög klárar með útpælda sýn á lífið. Ekki neinar undirlægjur þar á ferð.
Reyndar talaði ég við aðrar sem voru þeim mun skemmdari. Ein var öll út í marblettum. Við Gulla sagði hún að hún hefði labbað á hurð og við mig að hún væri með sjúkdóm... Veit ekki.
Æh æh æh. Við enduðum alltént með liðinu á bar og spiluðum billjarð við perrakallana og stelpurnar. Allt fór svo sem vel fram þar til einum kallinum tókst svoleiðis að gera mig bandbrjálaða sem er svo dæmigert fyrir mig, og lenti ég í slagsmálum við konuna hans (unga stúlku) sem réðst á mig. Var ég einkar tryllt.
Ég hef áhyggjur af þessari ofbeldishneigð minni. Hún á eftir að koma mér í koll ef ég næ ekki tökum á sjálfri mér... Ekki það að hún hafi ekki gert það í gær - sést best á því að ég er með stærðarinnar kúlu á kollinum núna.
Mér tókst að róa mig niður og settist með tveimur stúlkum sem ég tók tali. Það sem mér fannst indælast í gær var sú staðreynd að mér tókst að fá fjórar stúlknanna til þess að samsinna því að þessir kallar væru sjúklega óaðlaðandi og væru að vanvirða þær með því að notfæra sér fátækt þeirra. Mér fannst ég virkilega vera að ná til þeirra. Þegar leið á kvöldið gerði ég mér grein fyrir hinum illa sannleika. Það eina sem þessar stelpur höfðu áhuga á var að fá mig til að kaupa handa þeim drykki og sígarettur og svo átti ég að borga fyrir þær leigubílinn líka... Þær höfðu samsinnt öllu sem ég sagði til þess eins að græða á mér.
Ég hafði virkilegan viðbjóð á sjálfri mér og öllu þessu liði þegar ég kom heim í nótt og þegar ég vaknaði í morgun. Hver held ég eiginlega að ég sé að koma hingað og telja mig gáfaðri en alla aðra og vera svo undurgóð manneskja að ferðast um og njóta fegurðar landsins? Ég er ekkert nema viðbjóðsleg vestræn dekurrófa sem hefur allt til alls og ætlast til þess að "framandi lönd" veiti mér einhverskonar ævintýralega frelsistilfinningu. Þegar eina raunverulega (?) frelsið er í peningahafinu á Íslandi. Ég var virkilega að reyna að haga mér eins og einhver sálfræðingur við þessar stelpur/konur. Talaði við 38 ára gamla konu eins og hún væri 17 ára..... Er það ekki að setja sig á háan hest?
Markmið mitt í lífinu er að uppná yfirvegun Gulla. Hann á hrós skilið fyrir sitt óumræðilega jafnvægi og létta lunderni. Blessaður pilturinn.
Við lentum í útistöðum við perra og gelgjur í gær. Okkur blöskraði fávitaskapurinn í perrunum á veitingastaðnum þar sem við borðuðum í gærkveldi og fórum ekki leynt með fyrirlitningu okkar. Það endaði með að einn þeirra settist hjá okkur og ræddi málin. Við sögðumst vera íslenskir blaðamenn að skoða kynlífsferðamannaiðnað á Madagaskar. Fengum að taka myndir af honum og allt.
Kallinum fannst hann æðislegur. Hann var sko búinn að búa í Majunga síðan '96 og var búin að gera svo margt fyrir þessa borg. Hann var bara æðislegur og hugsaði svo vel um allt fólkið og ég veit ekki hvað og hvað. Hann sagði við Gulla að hann væri of ungur til að skilja þetta og að ég ætti bara eftir að sjá til: eftir 20 ár myndi hann vera í sömu sporum.
Allavega. Ég nenni ekki að vera orðlöng um þetta. Ég endaði allavega á því að spjalla við nokkrar af stelpunum og var það afar lærdómsríkt. Sérstaklega í ljósi þess að allavega tvær af þeim fannst mér vera mun sjálfsöruggari en ég og mjög klárar með útpælda sýn á lífið. Ekki neinar undirlægjur þar á ferð.
Reyndar talaði ég við aðrar sem voru þeim mun skemmdari. Ein var öll út í marblettum. Við Gulla sagði hún að hún hefði labbað á hurð og við mig að hún væri með sjúkdóm... Veit ekki.
Æh æh æh. Við enduðum alltént með liðinu á bar og spiluðum billjarð við perrakallana og stelpurnar. Allt fór svo sem vel fram þar til einum kallinum tókst svoleiðis að gera mig bandbrjálaða sem er svo dæmigert fyrir mig, og lenti ég í slagsmálum við konuna hans (unga stúlku) sem réðst á mig. Var ég einkar tryllt.
Ég hef áhyggjur af þessari ofbeldishneigð minni. Hún á eftir að koma mér í koll ef ég næ ekki tökum á sjálfri mér... Ekki það að hún hafi ekki gert það í gær - sést best á því að ég er með stærðarinnar kúlu á kollinum núna.
Mér tókst að róa mig niður og settist með tveimur stúlkum sem ég tók tali. Það sem mér fannst indælast í gær var sú staðreynd að mér tókst að fá fjórar stúlknanna til þess að samsinna því að þessir kallar væru sjúklega óaðlaðandi og væru að vanvirða þær með því að notfæra sér fátækt þeirra. Mér fannst ég virkilega vera að ná til þeirra. Þegar leið á kvöldið gerði ég mér grein fyrir hinum illa sannleika. Það eina sem þessar stelpur höfðu áhuga á var að fá mig til að kaupa handa þeim drykki og sígarettur og svo átti ég að borga fyrir þær leigubílinn líka... Þær höfðu samsinnt öllu sem ég sagði til þess eins að græða á mér.
Ég hafði virkilegan viðbjóð á sjálfri mér og öllu þessu liði þegar ég kom heim í nótt og þegar ég vaknaði í morgun. Hver held ég eiginlega að ég sé að koma hingað og telja mig gáfaðri en alla aðra og vera svo undurgóð manneskja að ferðast um og njóta fegurðar landsins? Ég er ekkert nema viðbjóðsleg vestræn dekurrófa sem hefur allt til alls og ætlast til þess að "framandi lönd" veiti mér einhverskonar ævintýralega frelsistilfinningu. Þegar eina raunverulega (?) frelsið er í peningahafinu á Íslandi. Ég var virkilega að reyna að haga mér eins og einhver sálfræðingur við þessar stelpur/konur. Talaði við 38 ára gamla konu eins og hún væri 17 ára..... Er það ekki að setja sig á háan hest?
Markmið mitt í lífinu er að uppná yfirvegun Gulla. Hann á hrós skilið fyrir sitt óumræðilega jafnvægi og létta lunderni. Blessaður pilturinn.
6 Comments:
Noh! það er bara ekkert annað..
bara æsingur í gangi.........
Gengur betur að breyta sjálfum sér en heiminum.........
Knús til ykkar, góða skemmtun og þetta vanalega............
MOJN MOJN MOJN
Aei. Hvad getur madur svosum sagt? Madur getur eytt allri aevi sinni i ad berjast vid vindmyllur, eda madur getur reynt ad gera hjarta sitt svart og oagengilegt fyrir orettlaeti heimsins. Hvorugur kosturinn er fysilegur. Edur grafa haus sinn i sandinn, yfirgefa ekki skerid og reyna ad loka augunum fyrir orettlaetinu sem einnig leynist tar en einungis innan veggja.
Ómeeeen, ó meeeen, gott að ég er ekki ein í þessum helvítis þversagnakenndu klikkhausapælingum um hvað eigi að gera og hvað ekki og svo framvegis... en ég veit um eitt sem ég ætla að gera og það er að skála fyrir þér, Katla, já, þér.
Sú staðreynd að þér hafi ekki staðið á sama um þessar stelpur sem þú hafðir aldrei hitt áður, og munt líklega aldrei hitta aftur, það að þú hafir keypt handa þeim sígarettur og drykki handa þeim af því að þær höfðu ekki efni á því, skiptir mestu máli. Það sýnir bara að þú ert góð manneskja, svo er það bara upp til þeirra sem þú sýnir það að þér ekki sama um það hvernig þeir taka því.
Auðvitað er alltaf ótrúlega leiðinlegt þegar maður áttar sig á því þegar fólk notfærir sér það, en það er bara þeirra vandamál, og kannski seinna samviskubit. Gott að þú keyptir allavega handa þeim nokkra drykki og sígó, en ekki einhver big shot nörd sem hafi beðið um kynlíf fyrir borgun.
Þú ert góð, Katla og vertu stolt af því. Vertu ánægð yfir því að hafa allavega gert eitthvað. Flestir aðrir hefðu líklega litið niður á stelpurnar og álitið ástand þeirra bara "ekki sem sitt vandamál", sem er ávalt góð setning til að kingja samviskubitsklumpi og eigingirni.
Lovjah.
Takk fyrir thessi indaelisindaelu komment!
Eg er buin ad vera a bommer yfir ad hafa tjad mig um thetta yfir hofud, en nu lidur mer betur, thokk se godum adstandendum. Sigrun! Se thig innan tidar, vona ad eg verdi komin til landsins fyrir afmaelisdaginn thinn.
Fátt er nú jafn notalegt og að finna að maður er hafinn yfir umhverfið þegar maður er vel í glasi - ein af gæðum lífsins. Og ef að hinir "frumstæðu" geta drukkið á manns kostnað ... eru þá ekki bara allir glaðir! Skál!
Post a Comment
<< Home