Friday, February 09, 2007

Lúxus nútímatækni og fjölbreytts matarræðis

Vér erum komin til baka í lúxusinn í Tulear. Hér er rafmagn allan daginn (ekki bara í 4 tíma á kveldin), hér er sturta í hótelherberginu okkar (að vísu köld, en lúxus miðað við að sækja hálfsaltað vatn í brunn og þvo sér með bolla upp úr fötu), og hér er hægt að BORÐA..... pizzur, ís, kínverskt..... (ekki bara fisk og bollasúpu), og hér er hið undursamlega internet sem tengir mann við umheiminn og leyfir manni að gleyma því um stund að maður sé staddur á hjara veraldar þar sem er ekki hægt að borða bæjarins bestu, álfheimaís og allt hið ljúffenga sem hið undursamlega Ísland hefur upp á að bjóða....

Vér erum sumsé búin að flatmaga í fiskiþorpum hér fyrir sunnan. Það hefur verið einkar notalegt og höfum við helst einbeitt okkur að því að vera kynþokkafull og aðgerðarlaus á ströndinni.

Við byrjuðum á áhugaverðri rútuferð til þorpsins Saint Augustin. Gulli komst ekki fyrir í rútunni þannig að hann var settur upp á þak, og þá vildu að sjálfsögðu við hinir útlendingarnir með okkar sérþarfir líka fara upp á þak.... Og það var magnífæd. Ríghaldandi sér á illa förnum malarvegi með þverhnípi á köflum sér við hlið. Nokkuð spennandi.

Saint Augustin er tsjillað pleis. Gistum á afar fjölskylduvænu "hóteli" þar sem dýr og börn lifðu og léku sér hvort innan um annað. Héngum þar í fjórar nætur. Skruppum einn daginn með litlum seglbát til enn minna fiskiþorps að nafni Sarondrano. Það er byggt á sandi innan um sandöldur... svo undurfagurt. Þar létum við eins og vesturlandabúar í baðfötunum okkar með snorkelgræjurnar. Mér fannst ég asnaleg, en hvað átti ég svo sem annað að gera af mér?

Frá Saint Augustin héldum við enn á ný með litlum seglbát til hins eilítið túristavænna Anakao. Þar hýstumst við í litlum rauðum bungalow alveg niður við sjó. Það var ljúft. Við komumst að því að við erum einkar hræðileg í augum barna á aldrinum eins til tveggja ára. Ekki það að börn hafi ekki farið að gráta áður við að sjá okkur, en þarna héldu sum þeirra að við ætluðum að ræna þeim og éta þau og öskruðu og grétu eftir því.

Í dag eyddum við deginum að mestu á seglbát á milli Anakao og Tulear. Ljúft. Ég er rauð og freknótt. Gulli er sykursætur eins og kanelsnúður.

Við höfum nú skilið við ferðafélagana okkar þýsku þau Marvin og Nilu þar sem líða tók undir lok dvalar þeirra. Þau voru indæl að ferðast með. Marvin er lítið gerpi og Nila er klár kvenskörungur. Við sameinumst þeim á ný á Reunion eftir mánuð.

Sæl að sinni.

Ketill

5 Comments:

Blogger Híalín said...

Ævintýri og aftur ævintýri ótrúlega spennandi og frábær upplifun.
Eins og ævinlega farið varlega og njótið þess að vera til.
Notalegt að frétta af ykkur.
Knús og meira knús..............

9.2.07  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að lesa svona spennandi ferðasögur. Við Kristófer vorum einmitt að sakna ykkar saman í skólanum í dag og hlökkum til að skoða myndir þegar þið komið heim.
Rúna Björg

9.2.07  
Blogger Polypía said...

Ég er á barmi þess að leysa út spariféið, selja hlutabréfin og yfirgefa þetta krummaskuð til að halda á vit ævintýranna... og svo les maður lýsingar sem þessar og fær enn meiri löngun til að skrifa ekki ritgerðina sem vofir yfir heldur stinga af... verst að ég yrði að skilja hann Bjarna greyið eftir en það nánast þess virði!! ;)
Læt mér nægja að kortleggja uppáhalds staðina mína í heiminum á google earth, sumir eru meira að segja í þokkalegri upplausn :) mrhaaaaaaaa!!!!!!!!!!! mig langar SVOOOOOO til útlanda!!!!!!!!

9.2.07  
Anonymous Anonymous said...

Afskpalega gaman að fylgjast með ykkur hjúunum á ferðum ukkar um úthöf AFríku og nærsveita.
Ekki laust við að Ungverjinn finni fyrir lítilmætti er lesið er um slík afrek eins og að hanga á lífi sínu einu saman ofan á strætóbíl við þverhnípi á Madagaskar eyju. Það næsta sem ég hef komist því er að kremjast næstum undir tonni af hamborgarahrygg í Danmörku (þetta er satt).

Góða skemmtubn gott fólk.

myndir takk fyrir hið fyrsta...

9.2.07  
Anonymous Anonymous said...

Afskaplega hressandi að lesa um ævintýri ykkar í tíma klukkan átta á mánudagsmorgni. Ljóslifandi lýsingar ykkar draga óneitanlega athygli mína frá umræðum um utanríkisstefnu USA... Fyrst þegar ég hitti þig Katla mín hélt ég líka að þú ætlaðir að stela mér og éta þannig að ég skil börnin vel. Bestu kveðjur, Margrét

12.2.07  

Post a Comment

<< Home