Saturday, December 30, 2006

Blogg til að blogga eitthvað

Vesalings ég hef verið eilítið lasin undanfarið. Ég ákvað með sjálfri mér að gleyma ekki uppruna mínum og fá kvef og hálsbólgu eins og heima hjá mér. Veikindi þessi hafa resúlterað í enn meiri leti en ella, og göngurnar gífurlegu sem við ætluðum að takast á við fyrir brottför okkar hafa skipst út fyrir sjónvarpsgláp og svefn fram eftir degi. Við erum þó alltént búin að leigja bíl frá og með örðum janúar og ætlum þá að drífa okkur í smá rúnt um eyjuna.

Svo erum við búin að eyða endalausum tíma í að hugsa um hvað við gætum hugsanlega tekið okkur fyrir hendur um áramótin en eigum erfitt með að komast að niðurstöðu. Endar líklegast með strandarpartýi.

Það var áhugavert um jólin að á miðnætti byrjuðu eyjaskeggjar að skjóta upp flugeldum sem óðir væru. Það var indælt. Það er enn verið að selja flugelda þannig að ég býst við að það sama taki við um áramótin. Hvílíkt og annað eins.

Ég er nú að setja inn myndir ykkur til yndisauka. Kíkið á þær vinir mínir kærir.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Meigið þið skjóta upp miklu og brenna gamla árið í burtu svo að nýja árið geti komist að.

Þar sem að ég er svo sló að þá finn ég ekki myndirnar?????????

31.12.06  
Blogger Híalín said...

Hafið það gott elskurnar okkar um áramót og að nýja árið 2007 taki vel á móti ykkur.
Knús og meira knús, frá Suðursveit


P.S. finn heldur engar myndir, ein ekki sló....................

31.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Hi Katla pjatla og Gulli hafið þið það sem best og núna erum við búin að borða á okkur gat af heindýrasteik og namm namm desert sem amma bjó til. Nú bíðum við bara eftir að miðnætti nálgist til að fara að skjáta upp flugeldum, Gunna kom með risa tertu sem pabbi hennar gaf til hátíðahalda.

Kossa Afi

31.12.06  
Anonymous Anonymous said...

eitthvað hefur myndirniar misfarist hjá þér sé engar

31.12.06  
Blogger Híalín said...

Hjúkkkk myndirnar komnar í leitirnar............

2.1.07  
Anonymous Anonymous said...

gleðilegt árið Katla mín, takk fyrir litríkar stundir og hittumst bara 2007!!!

3.1.07  
Anonymous Anonymous said...

Nýárskveðja frá mér til þín, Ketill!
Myndirnar eru fagrar og lítur þú heilbrigð út, allavega á yfirborðinu og eflaust ertu það líka að innan að einhverju leiti, tja eða öllu.
Ég mun á morgun halda til Sviss og hlakka ég til þess að anda að mér fersku fjallaloftinu og hlusta á hljómfagran bjöllusönginn.

3.1.07  

Post a Comment

<< Home