Thursday, December 14, 2006

Æfintýr úr hversdagsleikanum

Í nótt komum við seint heim eftir teiti á stúdentagörðunum. Gulli hóf eldunarmennsku en ég hélt til salernis. Ekki brá þá betur við en svo að ég var vör við hreyfingu við fætur mér og brá mér mjög. Rak ég upp skerandi gól slíkt sem ei hefur áður heyrst úr mínum barka. Er ég leit niður brá mér enn meir í brún því þar var mætt slanga nokkur. Hingað til höfum við einungis borið augum eðlur og kakkalakka í híbýlum vorum og eigi hafði ég áður séð slíkt skriðdýr nema lokað inni í búri þannig að ég gólaði enn á ný. Alltaf kem ég sjálfri mér á óvart. Gulli kom þjótandi, og slangan liðaðist fram og undir sófa. Hún var svo sem ekki stór, þetta grey. Ekki lengri en 30 cm og bara nokkuð krúttleg eftir að maður var búinn að jafna sig eftir gólin. Stuttu seinna kom hún aftur fram en skaust hún þá inn í herbergi til okkar og leist okkur ekki á blikuna. Við eyddum langri stund í að koma slöngunni út og tókst það að lokum. Hún komst óslösuð út í frelsið.

Alltaf er nú gaman að lenda í æfintýrum.

12 Comments:

Anonymous Anonymous said...

gól er nú ekki alveg rétta orðið, píkuskrækur dauðans væri meira réttnefni...
gulli

14.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Ég ímynda mér að karlmaður myndi góla á sama hátt yrðu kynfæri hans fyrir hnjaski og vil ég því heldur kalla þetta skaufaskræk.

14.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Mér líkar orð þitt mjög.

14.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Úr barka upp hófst skaufaskrækur
skrekknum olli slanga
svo þvags-ein-buna lak í brækur
og blóðið þaut í vanga?

Ég set við þetta spurningarmerki því ég vil ekki væna þig um ósjálfráð þvaglát af hræðslu. Hins vegar verð ég að viðurkenna að mér brá álíka við að sjá hið gæfa húsdýr felis silvestris catus í herbergi mínu. Kötturinn var þó hræddari en ég, greyið.

14.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Góð vísa - en eigi er nú kyn jaja fnréttið fullkomið, stúlkur. Sting því einfaldlega upp á "KLOFHLJÓÐ".

14.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Dæmi: " ... Við hina óvæntu árás ófrýnilegrar slöngunnar gaf unga parið frá sér skerandi klofhljóð. Hrundi þá fjallshlíðin ... "

14.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Mér líkar orð þitt mjög, faðir. Ég vildi verja heiður píkunnar, en vitanlega á ekki að yfirfæra orðlýti yfir á karlpeninginn.

15.12.06  
Blogger Nadia said...

Hmm, ef þú hefðir skrifað klofhljóð þá hefði ég ef til vill haldið að þú værir að tala um að þú hefðir farið að smjatta.

16.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Hehehehehehehehe!!!! Góður þessi :)

16.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Já, eður purra.

18.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Vááá steikta fólk....

23.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Aldrei hugsad ut i thad fyrr, en thetta hefur pikan framyfir tippid. Hun getur semsagt gefid fra ser hljod en tippid er gersamlega "mallaust". A hinn boginn getur tippid barid bumbur (td bongotrommur) en pikan ekki. Svona er lifid nu fjolbreytilegt.

20.1.07  

Post a Comment

<< Home