Monday, December 11, 2006

Letidýrð

Hæ hæ!

Allt er svo ofurrólegt og indælt núna. Ég er greinilega loksins farin ad ná hæfileikum Gulla í að njóta letinnar. Við förum aldrei framúr fyrr en eftir hádegi og erum þá barasta í einhverju letidútli fram eftir degi. Við erum reyndar eilítið aktívari á kvöldin og göngum þá oftar en ekki alla leið niður í bæ, sem er um klukkutíma labb. Þar má kíkja í kvikmyndahús, billjarð eður tónleika, og borða dýrindis kebab og kúluís. Já, það er víst um að gera að leyfa sér þetta einu sinni á æfinni, sei sei já.

Nú er ég of löt til að tjá mig meir.

Ketill

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hvurslags er þetta!!! að halda því fram að það sé mér að kenna að þú kemst ekki fram úr fyrr en seint og síðar meir! það er mikið frekar ÞÉR að kenna að ég kemst ekki fram úr fyrr en seint og síðar meir!! og hana nú!
gulli

11.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Æ greyin mín gráu, njótið letinnar og nöldursins sem fylgir því að hafa ekkert að nöldra um.

11.12.06  
Blogger Nadia said...

Ég var að lesa drauminn um Kate Bush. Þannig ég ákvað að kommenta á hann hérna heldur en fyrir neðan, því kannski sæir þú ekki kommentið. En lestu annars einhvern tíman kommentin? Annars þá ætlaði ég að kommenta þetta -

Hahahahaa!

11.12.06  
Blogger Híalín said...

Njótið lífsins og letinnar meðan hægt er og bara vera til.............en farið ævinlega varlega ekki gleyma því, þar er mikilvægt að vera vel-vakandi............

12.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Leti er það unaðslegasta sem til er í þessum heimi og ætti ég að vita það því ég er nú einu sinni letidýr.
Ég sakna þín hamstur!

12.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Gno, dúllurnar mínar! Þið eruð nú meiri krúsídúllurnar og já, Þórdís kær, ég les athugasemdir yðar og einnig blogg.

12.12.06  

Post a Comment

<< Home