Tuesday, December 05, 2006

Kate Bush

Um daginn vaknaði ég árla morguns við það að mér heyrðist ruslabíllinn standa fyrir utan hjá okkur. Mundi ég þá eftir því svefndrukkin að það var rusladagur og að ég hafði gleymt að setja ruslatunnuna út fyrir hliðið. Velti ég því fyrir mér um stund hvort ég nennti að standa í því, en rann þá á mig svefn og dreymdi mig það sem hér fer á eftir:

Ég fór á fætur til að fara út með tunnuna. Fyrir utan húsið beið Kate Bush mín í allri sinni dýrð og fegurð. Hún rúllaði til mín ruslatunnuni á listrænan máta og fyrr en varði dönsuðum við saman listrænan dans sem fólst í því að rúlla tunnunni á milli okkar.

Þetta var hinn indælasti draumur. Ég komst ekki að því fyrr en um kvöldið að ég hafði ruglast á dögum og að ekki væri von á ruslabílnum fyrr en morguninn eftir. Hvílík einskær heppni að þessi misskilningur varð sem leiddi til þess að Kate Bush dansaði við mig í draumi.

1 Comments:

Blogger Híalín said...

Ljúft er að láta sig dreyma, vakandi eða sofandi..................................
Knús til ykkar beggja og gangið hægt um gleðinnar dyr..............

5.12.06  

Post a Comment

<< Home