Thursday, October 26, 2006

Fleiri myndir!

Jæja gott fólk, þá hef ég sett inn myndir frá ævintýrum okkar síðustu helgi/viku. Þess má geta að Guðlaugur á allan heiður af þessum myndum, nema þeim örfáu sem eru af honum.
Alltént, njótið vel.

3 Comments:

Blogger Polypía said...

Ó en undursamlegar myndir og dásamlegar og yndislegar... Mikið eru þið dugleg að njóta náttúrunnar og aldrei hefði ég ímyndað mér að þú værir slíkur göngugarpur. ;)
Ég fór einnig í fjallgöngur þegar ég var hinum megin indlanshafsins en gafst fljótlega upp á slíku brölti því ekki vildi betur til en svo að gróðurfar hvar sem ég kom er afar þétt og ekki hægt að sjá eða taka myndir nema af trjám... það er til lítils að arka uppá "fjöll" þegar maður getur ekki séð útsýnið nema reyna að píra út í gegnum laufið þar sem rétt glittir í hinn fagra heim... nei, þá er alveg eins gott að halda sig á jafnsléttunni, ég get alveg tekið myndir af trjám á jörðu niðri.

26.10.06  
Blogger Híalín said...

Frábærar myndir takk fyrir það, hárprúður þessi elska...........

26.10.06  
Anonymous Anonymous said...

Hallo.

Myndirnar eru góðar. Öll fjölskyldan er búin að liggja yfir þeim.

Ég sakna þín mjög mikið. Meira en vanalega meiraðséa. Sérstaklega núna þegar með ofurleiðist.

Ég fór í bíó með Kötu áðan, Mýrin, leikstýrð af Baltasar Kormáki. Ég varð mjög sátt þegar ég gekk út. Ég fékk gæsahúð og allt það. Nú er Garðar að horfa á hana með Úlfi félaga sínum sem er að flytja til Bandaríkjanna í lok vikunnar.

Ég held það sé búið að loka fyrir bloggið mitt. Ég gleymdi því í nokkrar vikur þannig að það var lokað fyrir allt. Við verðum þá barasta í bréfa sambandi, stafrænu eða handhæfu.

Heyrumst Ketlon Klóið.
Gunna.

5.11.06  

Post a Comment

<< Home