Monday, October 16, 2006

Gangan mikla

Nú situr Gulli mér við hlið og glottir sökum þess að í gær æmti ég og skræmti sökum verkja í hnjám mínum og tám. Þá sagði hann mér ad hugsa hvursu gaman yrði að blogga um þessa reynslu og tjáði ég honum þá að halda sér saman. Við lögðum sumsé upp í göngu um helgina skipulagða af háskólanum með sjö öðrum stúdentum og taugaóstyrkum leiðsögumanni. Vér gengum upp í 2277 m hæð og samtals rúma 22 km upp og niður illar hæðir. Auk þess bárum vér á bökum vorum þungar byrgðir af vistum. Vér sváfum í tjaldi um nóttina og allt var ákaflega náttúrulegt og indælt. Helst þótti mér við þó fara hratt yfir og hélt ég undir lokin að ég myndi ekki lifa förina af og táraðist sökum þess.
Við höfum átt bágt með hreyfingar í dag sökum gífurlegra harðsperrna, en við dröttuðumst þó út úr húsi seint og síðarmeir.
Eg hefi opnad myndasidu ykkur til heidurs a: http://ketilsen.shutterfly.com Thaer eru magnadar.
Nenni ekki að skrifa meir.
Kétill

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hinu Mikla Alheimslega Fjallgöngusamsæri var víst á sínum tíma hrundið af stað af einhverjum Freister ... Beware!

16.10.06  
Anonymous Anonymous said...

Indaelar myndir!Unadskvedjur fra Sviss.

16.10.06  
Anonymous Anonymous said...

Þegar heim verður komið bíð ég spentur eftir því að geta gengi með YKKUR á fjöll.
Eitt skilyrði set ég þó, vel útbúin, góða skapið og taka það með trukki..

16.10.06  
Blogger Híalín said...

Ljúft er að láta sig dreyma, sól og sæla, kveðja frá Baunalandi, Suðursveit.

16.10.06  

Post a Comment

<< Home