Monday, October 09, 2006

Æfintýraleg helgi

Erum heil á höldnu á háskólabókasafninu.
Um helgina lentum vér í úrhellisrigningu á brimbrettafestivalnum, sem vart var brimbrettafestivall þar sem brimbrettakeppninni var aflýst sökum veðurs. Hins vegar var ágætis stemmning þar á föstudagskveldinu þrátt fyrir að aðeins hafi þótt eitthvað varið í eitt tónlistaratriði. Þar var alskeggjaður og slefandi karlfauskur á selló í aðalhlutverki, en hljóðfæri hans var tengt við effekt nokkurn og spilaði hann ekkert nem harðasta metal rokk og paunk á milli þess sem hann svelgdi í sig bjór og hellti yfir höfuð sér. Félagi hans var snoppufríður leiklistarnáungi sem söng og tjáði sig á milli laga.
Alltént. Við vorum heppin með að rigningin skyldi ekki láta sjá sig fyrr en á laugardagsmorgninum þar sem við sváfum undir berum himni. Vér hröktumst til Saint Pierre, en þangað höfðu tónleikar laugardagskveldsins verid fluttir. Þeir voru með besta móti og félagsskapur vor einnig, en hann samanstóð af ítölskum og þýskum skiptinemum, öllum hinum beztu skinnum.
Morgunsárið var sársaukafullt í kuldanum á rútustöðinni, en vér erum sumsé komin heim heilu á höldnu en skundum nú í arabískutíma.
Assalamu ahaleikum.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ, þetta eru Rúna Bj og Andrea, við biðjum vel að heilsa. Þetta var greinlega skemmtileg helgi hjá ykkur.

9.10.06  
Blogger Híalín said...

Þvílík spennandi ævintýri, bæði undir berum himni og á skólabekk í framandi fræðum. Knús, mojn mojn..

10.10.06  
Anonymous Anonymous said...

Ég dáist að svitastokknnum og slefandi karlfauskum sem spila metal og paunk á selló og hella yfir sig bjór þess á milli! Frrr.

Kveðja,
metalhóran

10.10.06  
Anonymous Anonymous said...

Ég var einu sinni svona fauskur - en flækti óvart pillann í cellostrengjunum svo hann slitnaði af.

10.10.06  
Anonymous Anonymous said...

Ertu samt enn þá í sirkus skólanum? Eða eru þetta fimleikar einungis? Ef ég kem til þín um páskana getum við kannski farið í klettaklifur saman. Manstu þegar við bjuggum í svíþjóð og fórum oft á tíðum með Peter í íþróttahúsið þegar hann var í tennis. Ég hef líklega verið átta ára og þú þrettán og ég klifraði á toppinn línulaust. Það var ansi hættulegt, en ó svo gaman.

See jah sistah.

13.10.06  
Anonymous Anonymous said...

Ó, Keitúl. Mig lángar svo að rokka með viðurstyggð.

13.10.06  
Anonymous Anonymous said...

hver vill ekki rokka með viðurstyggð? ekki ég... ekki helga...

15.10.06  

Post a Comment

<< Home