Monday, September 04, 2006

manudagskveld

Thar sem uti geysar hin ogurlegasta rigning og eg hefi ekki ged i mer ad labba heim mun eg thess i stad rita her nokkrar aumkunarverdar linur.

Thad sem vér Islendingar munum avallt hafa fram yfir adrar thjodir i evropsku (og jafnvel vidara) samhengi er thad ad i hvurt skipti sem madur tjair folki um uppruna sinn fara augnabrunir thess a loft og thad segir agndofa: "Và". Thetta ytir undir mikilmennskubrjalaedi okkar Islendinga og tha serstaklega mitt thar sem eg er i edli minu mikilmennskubrjalud. Eg tel mig tho odrum Islendingum aedri og tek ekki lengur thatt i islenskri medalmennsku. Eg hefi sagt mig ur samfelaginu og lifi samkvaemt eigin reglugerd. Thess vegna sagdi eg adan ad hamborgarar og pizzur vaeru thad sem Islendingar aetu og thegar vidmaelandi minn spurdi um thjodarrettinn let eg sem eg skildi hann ekki. Eg bara nennnnnni ekki ad lata folk standa a gati yfir thvi ad ver skulum leggja okkur til munns sursada pungsa. Mer thykir thad ekkert merkilegt og sjalf hef eg einungis bragdad tha einu sinni.

Eg var sumsé ad koma ur minum fyrsta mannfraeditima her handan hafs. Nefnist kursinn "Anthropologie de La Réunion" og virdist ganga ut a thad ad kennarinn segi aevintyralegar sogur af ferdalogum sinum. Thad verdur maske ahugaverdara thegar madur fer ad na thvi adeins betur hvad hann er ad segja, en i dag var eg akaflega stolt af adlogunarhaefileikum minum thvi ad eg var svo gott sem sofnud fram a bordid. Ja, eg mun odlast BA-gradu i svefni, ef svo fer ad eg ljuki thessu nami. Ekki amalegt thad.

I gaer keypti eg mer a markadi skoskjatur endurunnar ur bildekki. Mer thottu sandalar thessir toff auk thess sem their kostudu einungis 350 kronur. En faetur minir urdu mardir og svartir. Theim likadi ekki vid ad vera alitnir bilfelgur. Thvi mun eg afram ganga um eins og afglapi i strigaskom og svitna vel.

Og rigningin uti fyrir eykst. En timinn lidur um leid. Ja, her maelist timinn i regndropum sem af himnum falla, gott folk. I rigningu sem thessari er hvur dropi einn milljonasti ur sekundubroti.

Eg elshka ykkur i raun og sannleika.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Við lestur blókar þessa braust upp úr kverkum mér hljóð eitt hneggi líkast. Þótti mér það furðulegt þar eð ég hef eigi áður heyrt þvílík óhljóð koma úr ryðguðum barka mínum. Eftir langa analíseringu og viðtöl við talmeinafræðinga fékk ég að vita að um fyrirbæri að nafni hlátur hafi um verið að ræða. Takk katla.

4.9.06  
Anonymous Anonymous said...

Þökk fyrir að opna kommentakerfið, Ketill.

4.9.06  
Anonymous Anonymous said...

Eg elshka þig lika i raun og sannleika.

4.9.06  
Anonymous Anonymous said...

Gno hvursu unadslegar athugasemdir (en thad munu komment a islensku nefnast)! Thau voktu einnig upp herpingar i barka minum.

4.9.06  
Anonymous Anonymous said...

snilld, gaman að hafa svo unaðslegt blogg að lesa í framtíðinni, en hvað nefnist staðurinn sem þú ert á?

6.9.06  
Anonymous Anonymous said...

snilld, gaman að hafa svo unaðslegt blogg að lesa í framtíðinni, en hvað nefnist staðurinn sem þú ert á?

6.9.06  
Anonymous Anonymous said...

Stadurinn sem ég er a nefnist La Réunion.

7.9.06  

Post a Comment

<< Home