Monday, November 27, 2006

æ æ æ æ

Lífið er undarlegt, það segi ég og skrifa. Ég hef verið í krónísku "æ æ æ æ" skapi síðan í sumar og finn ég öngva skýringu á því. Það lýsir sér í því að ég upplifi óútskýranlegar tilfinningar um lífið og veröldina, og fæ ég útrás með því að dæsa "æ æ æ æ æ".

Æ æ æ æ, þetta er svo undarlega undarlegt. Hér er ég, en ekki þar, en samt bráðum þar og út um allt og svo bara aftur þar sem samt er hér. Nei, ég skil þetta ekki heldur.

Arabískupróf nr. 2 á morgun. Við Gulli, sem er kærasti minn og hangsfélagi höfum hangið á bókasafninu í allan dag að læra. Erum vér ekki dugleg? Ritgerð hvílir á öxlum mínum sem skila þarf á fimmtudaginn, en ég er ekkert að stressa mig á því. Ég er of upptekin af því að upplifa "æ æ æ æ".

Er að ljúka við að setja inn myndir frá síðustu göngu. Þær eru afar indaelar.

Gulli er búinn að vera ódla duglegur að taka til og allt er svo unaðslega snyrtilegt hjá okkur núna. Það hefur góð áhrif á sálarlífið. Hver veit nema ég taki mér þetta til fyrirmyndar í framtíðinni.

Slæmt í lífi voru: Kakkalakkar og moskítóflugur. Það má útrýma þessu fyrir mér.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Æ æ æ æ. Grey kakkalakkarnir. En hitt má drepast.
Kveðja úr kuldanum.

27.11.06  
Blogger Híalín said...

Æææææ hvurslags er þetta þú ert bara ástangin kona ekkert annað ósköp einfalt, knús til ykkar.

27.11.06  
Anonymous Anonymous said...

Já, ástin tekur frá manni öll völd.

27.11.06  
Blogger Jónas said...

Hæ hó!
Þú ert önnur manneskjan sem ég þekki sem fer til Reunion og lærir arabísku og gengur á fjöll og sefur á ströndinni. Eru að herma eftir Elínu Ösp? Mig langar ægilega til Reunion, það virkar allt svo ægifagurt þar.

Allavega þá verð ég handan Indlandshafsins innan skamms og þá geturu kannski sent mér flöskuskeyti. Hmm... Gangi þér, já og ykkur báðum, vel.

28.11.06  
Anonymous Anonymous said...

Já, mér þykir hún Elín Ösp svo ægikúl. Ég kom meira að segja að sjálfri mér að taka mynd af töflunni í arabískutíma vegna þess að mér fannst það svo töff mynd hjá henni Elínu Ösp blessuninni. Vegni þér vel, ég mun fylgjast með þér á vefnum væni.

29.11.06  
Anonymous Anonymous said...

æ æ æ æ - þetta er það eina sem ég get sagt

29.11.06  

Post a Comment

<< Home