Monday, December 18, 2006

Ligga ligga lái!

Ég á líka miða fram og til baka til Madagaskar, ekki þið, ligga ligga lái!

Ferðaplanið svo gott sem komið: Ferjan til Madagaskar 8. janúar, tvær nætur á leiðinni þangað. Höngum þar í tvo mánuði, gott að gefa sér góðan tíma í þetta stóra og fjölbreytta land. Kíkjum máske til smáeyjarinnar Mayotte ef við finnum ódýrt far þangað. Komum aftur hingað með ferjunni 9. mars.

Svo stefnum við á að eyða tveimur vikum á Indlandshafseyjunum Máritíus og Rodriguez áður en við höldum heim til hinnar köldu Evrópu.

Meginland Afríku bíður betri tíma. Maður þarf víst að hugsa skynsamlega af og til. Ekki væri nú gaman að koma heim stórskuldugur, eða hvað?

Í dag er HEITT. Gífurlega. En það er samt indælt. Við erum búin að vera að stússast út um allan bæ og svei mér þá ef Saint-Denis er ekki að verða fegurri í augum mínum.

Við héldum eitt stykki teiti heima hjá okkur á fimmtudagskveldið og vorum í feiknastuði til kl 7 um morguninn. Það aftraði okkur þó ekki frá því að rífa oss upp klukkan 7 á laugardagsmorguninn og skella okkur suður til Saint-Pierre þar sem við fórum á markað og fjárfestum í dýrindis ávöxtum. Letchi, ástríðualdini og mangói sem við nærðumst á niður við sjó. Ég er nú skaðbrunnin eftir alla þessa útiveru.

Sjóðheit kveðja frá sveittum Katli.

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ferðaáætlunin hljómar vel, en ég byrjaði næstum því að slefa af öfund yfir ávöxtunum - ég sakna svo ferskra ávaxta.

18.12.06  
Anonymous Anonymous said...

vá, öfund mín rúmast ekki innan þessa kassa!!!! Lucky, lucky you...reyndar fer ég líklega á vídeó-leigu á næstu dögum....svo að....ha?...

18.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Naaaammmmmminammmmmminammmmm!!!!! Mig langar líka í litchi!!!!!!!!!!!!!!!!

18.12.06  
Blogger Híalín said...

Eins og ævinleg, sama gamla rullan en aldrei of oft kveðin (kann ekki orð í þeim efnum),en það sem ég vildi sagt hafa kæru þið, fara varlega númer eitt, tvö og þrjú.........knús til ykkar.........

21.12.06  
Anonymous Anonymous said...

úú ég hlakka til að ilja mér á ströndinni og gæða mér á mangó..eru þau svona gul og lítil? ...það er víst ofsaveður á ísalandi og flóð um allar tryssur...Gleðileg jól!! ;)

23.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Nauta et filiae poetae ad insulam navigabunt....

23.12.06  
Anonymous Anonymous said...

Sæl veriði gott fólk. Ég vona að þið etið hangið ket auk uppstúfs í jólamatinn, en ekki suðrænt kébab að barbarasmekk.

eigiði góð jól, og passið ykkur á bílunum.

24.12.06  
Anonymous Anonymous said...

hæhæ gleðileg jól..hafið það gott þarna út í buskanum
og eitt ég bý líka í saint denis...tilviljun ég held ekki.
ERNA

26.12.06  

Post a Comment

<< Home