Monday, January 29, 2007

Tulear: hiti og sviti...

Leiðin hingað: víðáttur og fjöll og tré og magnaður himinn sem hefur gert Gulla að óðum ljósmyndara. Hann er meira að segja búinn að kaupa sér ljósmyndaravesti sem hann gengur í öllum stundum. Það er jú ekkert indælla en að svitna vel.

Eftir Fianarantsoa héldum við til Ambalavao, lítils þrops í klukkutíma fjarlægð. Þar fórum við á nautgripamarkað og ég skemmti mér við að urra og gelta á lítil börn. Ég er nebbla búin að komast að því að eina leiðin til að komast af í landi þar sem maður er sífellt ofsóttur af börnum og leiðsögumönnum er að láta eins og hálfviti... Ekki það að ég kunni mér ekki hóf, en vissulega er það ákaflega skemmtilegt og þannig kemst maður í gott skap í stað þess að vera pirraður það sem eftir er dagsins.

Við kíktum í nokkurskonar þjóðgarð í Anja, skammt frá Ambalavao. Þar fengum við loksins að sjá lemúra. Þeir voru svo undursætir með svart og hvítröndótt skott, hoppandi um í trjánum og sumir með ungana sína á bakinu.... GNO! Við sáum líka ýmiskonar eðlur og kamelljón, klifruðum upp um stokka og steina og sáum magnað náttúru.

Næsta stopp var í þjóðgarðinum í Isalo. Einum mest heimsótta þjóðgarði Madagaskar og þar með á uppsprengdu verði fyrir "vazaha", en það erum víst við ríku hvítingjarnir. Við þurftum að borga 25 falt verð miðað við innfædda inn í þennan garð. Þar sáum við tvær lemúrategundir í viðbót. Eina brúna og eina hvíta. Þeir eru ofurindælir þessir apakettir. Við gengum líka að líilli "náttúrulegri sundlaug" í miðjum trópíkölskum gróðri. Þar var ljúft að kæla sig. Leiðin þangað var undurfögur, fögur fjöll - fagur himinn.... Við sáum snák og ýmsar marglitar lirfur og svona skordýr sem líta út eins og greinar. Magnífæd.

Alltént, nú erum við hér á vesturströndinni... Höngum hér í einhvurja daga og förum svo niðrá strönd.

Blóka eflaust meir á morgun eða hinn.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ Katlan mín
Mömmu þinni finnst gott að sjá að barnið og prakkarinn í þér lifir enn góðu lífi. Urr og gelt hlýtur að vera af hinu góða þar sem maður skilur ekki samferðamenn sína. Ég velti því aftur á móti fyrir mér hvort höfrungahljóðið þitt fræga geri ekki lukku þarna sunnan við miðbaug.
Koss frá mömmu sem situr sveitt við að skrifa fyrirlestur.

29.1.07  
Anonymous Anonymous said...

Já! Ég var alveg búin að gleyma höfrungahljóðinu! Prófa það næst.

30.1.07  
Anonymous Anonymous said...

Vá Katla!
Þetta hljómar svo vel, ég væri sko til í að vera þarna með þér! Þú ert heppin stúlka að hafa hann Gulla þinn til að ferðast með á slíkar ævintýraslóðir! Vávává...

30.1.07  

Post a Comment

<< Home