Thursday, January 04, 2007

Aramotin i 3070,5 m haed

Mér ber vist ad tja ykkur um hrakfarir aramotanna, en thau voru heldur skrautleg thetta arid.

Vid Gulli akvadum barasta ad skella okkur upp a haesta tindinn, Piton de Neiges, i 3070,5 m haed og horfa a fyrstu solaruppras arsins 2007 a tidinum. Thadan a madur ad geta sed yfir gjorvalla eyjuna og til hafs i allar attir. Ekki amalegt thad.

Vid logdum af stad i bitid a gamlarsdag, og ekkert svo sem i frasogur faerandi nema ad mer tokst ad tyna hjartfolgnum gemsa minum i rutunni og er eg afar sorgmaedd yfir theim missi thar sem gemsi thessi hafdi tilfinningalegt gildi fyrir mig. En svona er lifid.

Alltent. Vid vorum komin til fjallathorpsins undurfagra Cilaos (ca 1500 m haed) um hadegi, en i grennd vid thad hofdum vid gongu vora. Thad gekk likt og i sogu og vorum vid baedi stolt af thvi ad komast i fjallakofann a 4 timum (2470 m haed). Thar hofdum vid upphaflega hugsad okkur ad gista og ganga svo af stad um 3 leytid um morguninn til thess ad na solarupprasinni kl 5.

Vid Gulli vorum tho i svo ofurmiklu studi eftir thetta 4 tima labb ad vid akvadum barasta ad drifa thetta af og tjalda uppi a tindinum. Thad var tha sem hrakfarirnar byrjudu. Vesalings Gulli vard fljott threyttur og get eg med vissu sagt ad thetta hei verid i fyrsta skipti sem eg hafi verid spraekari en hann. Eg var olm i ad halda afram thratt fyrir rigningu og thoku og thannig heldum vid afram oviss um orlog okkar.

Eftir eilitlar ahyggjur af vedurfarinu gengum vid skyndilega upp ur thokunni og vard tha allt svo ofurfagurt a ad lita. Vid gengum i urd og grjoti og thad var virkilega alveg eins og a Islandi. Tunglid var naestum fullt og eg er viss um ad thad var allt krokkt af alfum tharna og hof eg tha upp raust mina og song aramotakvaedi i miklum ham. Thessi stund var toppurinn a aramotunum fyrir mer.

Eftir thetta for odum ad dimma og tokum vid upp vasaljos vor og gengum sidasta spolinn i svartamyrkri. Var afar draugalegt um ad litast. Ekki bra betur vid en svo ad loksins er vid komum a tindinn var aftur komid illvidri og tjoldudum vid i rigningu og roki og myrkri. Mer leid likt og thatttakanda i survivors. Vid thurftum ad halda tjaldinu nidri med grjoti og vorum vid rennandi blaut og kold.

A midnaetti svafum vid baedi vaerum svefni eftir ad hafa hlaupid upp a haesta punktinn i eina minutu thadan sem vid saum ljos fra nokkrum baejum i kring um okkur.

Er vid voknudum arla morguns 1. januar 2007 i taeplega 3070 m haed yfir sjavarmali gerdum vid okkur grein fyrir ad vid vorum inni i risavoxnu skyji. Ekki var nokkurt utsyni ad sja eftir thessa gifurlegu gongu okkar. Orfa tjold voru a tindinum auk okkar en ekki salu ad sja. Ver heldum til i tjaldinu thangad til kl 11 en thokan var alltaf jafnthett thannig ad vid akvadum ad halda aftur nidur blaut og hrakin.

Er i fjallakofann var komid vorum vid svo blaut og rigningin svo mikil ad vid akvadum ad dvelja i kofanum i eina nott a medan vid og vedrid myndum thorna. Um kveldid hofust thrumur og eldingar svo miklar ad aldregi hofdum vid sed annad eins.

Morguninn eftir hafdi rigningin enn versnad. Vid klaeddum okkur i blaut fotin og heldum nidur til Cilaos. Thad var afar blaut ganga thar sem gongustigurinn hafdi tekid a sig mynd laekjar og fossa. Eg var alveg uppgefin loksins er vid komumst nidur.

Vid hukkudum far til Cilaos, og thad var o svo indaelt ad komast a rutustodina og eiga ekkert eftir nema ferdina heim. Thad var tha sem eg uppgotvadi ad eg hafdi gleymt hinum forlata gonguskom vid fjallsraeturnar og thurfti eg ad skundast a sandolunum minum til baka til ad saekja tha. Sem betur fer tok indaelisfjolskylda mig upp i og skutladi mer fram og til baka.

Vid komumst heim heilu a holdnu og voru thetta eftir allt saman hin indaelustu aramot.

PS: Myndirnar sem eg setti inn eru hér. Thaer eru ekki fra aramotunum.

Eg thakka fyrir allar indaelu myndirnar sem eg hef fengid sendar og jola- og aramotakvedjurnar einnig.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já gleðilegt árið 007. Þetta hefur heldur betur verið ferð í lagi :) En úff mar, fór svona niður fjallið eitt sinn og er mér skapi næst að segja lækur eða á, í stað stígar fyrir það drullusvað sem við gengum/skvömpuðumst þá í....

Hejsan!

4.1.07  
Anonymous Anonymous said...

Svona eiga áramót að vera. Þið sláið allt út. Gleðilegt nýár!

4.1.07  
Blogger Polypía said...

Gledilegt nytt ar, eg settiinn kvedju her um daginn en hun virdist tynd og trollum gefin, en hvad um tad... hafid tad gott i drullunni og rigningunni. :)

5.1.07  
Anonymous Anonymous said...

En indæl áramót, það hljómar vel að lenda í alvuru svaðilför þó það sé ekki endilega gaman á meðan á því stendur þá er snilldarlegt að geta sagst hafa eytt áramótunum uppi í rúmlega 3000 metra hæð í brjáluðu veðri.

5.1.07  
Blogger Híalín said...

Ja hérna hér eftirminnileg áramót þetta, verð glöð þegar Klakinn verður fastalandið......´
þó eru ævintýrin alltaf heillandi.............
Góða skemmtun og eins og ævinlega farið varlega.................

7.1.07  
Anonymous Anonymous said...

Gledilegt ar, Ketill! Eg vona ad thu sert nu buin ad na ther eftir thessi otrulegu aramot og tilbuin til ad fara til Madagaskar(vaentanlega eftir nokkra klukkutima, eda hvad?).

7.1.07  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár elsku bæði. Skemmtileg áramót hjá ykkur og fínar myndir og svo er gaman að þið komust heil til Madagaskar og vonandi verður gaman hjá ykkur hvenær verði þið í höfuðborginni sem ég var í man ekki hvað hú heitir en ég sá lítið að Madagaskar nema göturnar og svo augnablik strákinn sem rændi mig, kveðja frá ömmu góða ferð

Koss Afi

11.1.07  

Post a Comment

<< Home