Grunnþarfir mannsins eru mikilvægastar
Halló.
Við erum nú fyrir norðan í hafnarborg að nafni Majunga eða Mahajanga.
Frá Tulear héldum við til Ambositra sem var hinn indælasti bær. Fólk var allavega alveg ótrúlega lítið að bögga mann, aldrei þessu vant. Reyndar gistum við eina nótt í gamla hótelherberginu okkar í Fianarantsoa á leiðinni. Deginum eftir eyddum við í heild sinni á rútustöðinni í að bíða eftir að minibussinn okkar fylltist. Það var áhugavert.
Í Ambositra gistum við í fjórar nætur á furðulegu hóteli. Einn daginn gerðumst við aktíf og leigðum hjól. Við hjóluðum um sveitina og hún var svo undur undur fögur. Dýrðlegt var þar um að lítast. Það var líka gott að komast í smákulda í hálendinu.
Svo var það Tana (eða Tananarive eða Antananarivo), höfuðborgin. Borg hinna 12 hæða. Ég fílaði hana. Við vorum á magnífæuðu hóteli uppi á einni hæðanna. Við höfðum magnað útsýni. Erum búin að bóka sama hótel aftur á leiðinni til baka. Reyndar er allt meira en helmingi dýrara í Tana en annars staðar. Hræðilegt að borga yfir 1500 íslenskar krónur fyrir eina nótt á hóteli.
Leiðin til Majunga tók heilan dag. Ódla flott á leiðinni og ótrúlegt sólarlag...
Okkur leist nú ekkert á þessa borg þegar við komum hingað. Virtist ákaflega dauð og óspennandi. Hmmm... hún er nú aðeins að vaxa okkur í augum núna held ég. Við lentum allavega á djammi í gær með öllum hvítingjaköllunum og ungu stelpunum. Alltaf jafngaman.
Annars er það augljóst að við Guðlaugur stöndum okkur æfinlega best í tveimur hlutum. Að gera ekki neitt og að eyða stórfé í að éta. Við eyðum morgnunum yfirleitt á hótelherberginu og förum svo tvisvar á dag út að borða á ekkert alltof ódýra staði Borgum yfirleitt um 1000 ísl kr fyrir máltíðina í heild sinni, sem er gífurlegur peningur... 20.000 ariary.
Alltént, gífurlega áhugavert blogg á sér hér stað greinilega. Við höldum áfram að sofa og éta, vonandi njótið þið ykkar í hversdagsleikanum ... og í Ástralíu Helgmunda mín ljúf og kær.
Við erum nú fyrir norðan í hafnarborg að nafni Majunga eða Mahajanga.
Frá Tulear héldum við til Ambositra sem var hinn indælasti bær. Fólk var allavega alveg ótrúlega lítið að bögga mann, aldrei þessu vant. Reyndar gistum við eina nótt í gamla hótelherberginu okkar í Fianarantsoa á leiðinni. Deginum eftir eyddum við í heild sinni á rútustöðinni í að bíða eftir að minibussinn okkar fylltist. Það var áhugavert.
Í Ambositra gistum við í fjórar nætur á furðulegu hóteli. Einn daginn gerðumst við aktíf og leigðum hjól. Við hjóluðum um sveitina og hún var svo undur undur fögur. Dýrðlegt var þar um að lítast. Það var líka gott að komast í smákulda í hálendinu.
Svo var það Tana (eða Tananarive eða Antananarivo), höfuðborgin. Borg hinna 12 hæða. Ég fílaði hana. Við vorum á magnífæuðu hóteli uppi á einni hæðanna. Við höfðum magnað útsýni. Erum búin að bóka sama hótel aftur á leiðinni til baka. Reyndar er allt meira en helmingi dýrara í Tana en annars staðar. Hræðilegt að borga yfir 1500 íslenskar krónur fyrir eina nótt á hóteli.
Leiðin til Majunga tók heilan dag. Ódla flott á leiðinni og ótrúlegt sólarlag...
Okkur leist nú ekkert á þessa borg þegar við komum hingað. Virtist ákaflega dauð og óspennandi. Hmmm... hún er nú aðeins að vaxa okkur í augum núna held ég. Við lentum allavega á djammi í gær með öllum hvítingjaköllunum og ungu stelpunum. Alltaf jafngaman.
Annars er það augljóst að við Guðlaugur stöndum okkur æfinlega best í tveimur hlutum. Að gera ekki neitt og að eyða stórfé í að éta. Við eyðum morgnunum yfirleitt á hótelherberginu og förum svo tvisvar á dag út að borða á ekkert alltof ódýra staði Borgum yfirleitt um 1000 ísl kr fyrir máltíðina í heild sinni, sem er gífurlegur peningur... 20.000 ariary.
Alltént, gífurlega áhugavert blogg á sér hér stað greinilega. Við höldum áfram að sofa og éta, vonandi njótið þið ykkar í hversdagsleikanum ... og í Ástralíu Helgmunda mín ljúf og kær.
6 Comments:
Ótrúlegt hvað maður þarf alltaf að vera að borða og það helst eitthvað gott/öðruvísi/spennandi, þegar maður er á framandi slóðum....
þetta er allt svo áhugavert og spennandi hvað svo sem það heitir, náttúran, gera ekki neitt eða bara snæða og hafa það huggulegt..........
Njótið lífsins, farið varlega og hafið það gott.........
Knús og meira knús...............
ariary... hljómar einsog skátalag. og samt er gaman að lesa um það!
Katla said...
Fróðleikur vor og þroski er öngvinn, faðir. Okkur fer aftur með hvurjum deginum og munum verða óþekkjanlegir afglapar er heim snúum.
Þér meinið: nákvæmlega eins og þér voruð, dóttir ófróð. Þér eruð uppáhaldsafglaparnir mínir - hreinir gersemisafglapar. Farið nú að snúa heim til Afglapistan. Kosningar nálgast í skrílveldinu og hreinn sirkus af fjölmiðlavænum afglöpum í framboði. Ekkert vantar nema yður til þess að Afglapistan ljómi sem aldrei fyrr! Ó, saknið þér eigi íslensku víðsýninnar??
I Astraliu er einnig hversdagsleiki. Full mikill i augnablikinu.
Faþer.
Afglapistan er sem paradís í huga mér með öllum sínum viðbjóðslega skríl. Ég uni mér sjaldan jafnvel og við að fyrirlíta samlanda mína.
Hæ Katla og Gulli!
Gaman að heyra fréttir frá ykkur í Afríku. Nú þegar fer að fara að styttast í að þið komið heim er ég farin að bíða óþreyjufull eftir að hitta ykkur aftur!Það vantar alltaf smá læti þegar fjölskyldan er samankomin og þið eruð ekki. Njótið lífsins! Steinunn
Post a Comment
<< Home