Thursday, April 05, 2007

Piton de Neiges # 2

Ég er með freknur á efri vörinni. Ég vissi ekki að slíkt væri fræðilega mögulegt en þannig er það nú samt.

Síðast þegar ég vissi var ég líka rauðhærð eða ljóshærð en alls ekki dökkhærð.

Einungis að vara ykkur við svo að þið þekkið mig nú örugglega aftur dúllurnar mínar.

Já, þá er það enn og aftur Reunion með öllum sínum háskólasjarma. Raunar ætlum við að halda til fjalla á morgun og reyna enn á ný við snjótindinn ógurlega, þar sem við eyddum áramótunum í ofsaveðri. Í þetta skipti verðum við í fylgd Íslendinganna Ylfu og Eika. Maður verður nú víst að æfa sig eilítið í íslenskum samskiptum svona rétt fyrir heimför.

Alltént.

Blesh.

5 Comments:

Blogger Híalín said...

Sól og sæla breytir nú öðru eins, eins og nokkrum freknum og háralit...innvolsið bliver..
Er nokkur símaklefi þarna á
fjöllum?????
Njótið lífsins og farið varlega, knús í bæinn.....

5.4.07  
Blogger Polypía said...

íslensk samskipti eru best, köld fjarlæg og full af hroka en samt svo viðkvæm og brothætt... Gno...

5.4.07  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Katlan og Gulli
Við erum orðin alveg ógeðslega spennt að hitta ykkur. Þessi við erum ógeðslega margir íbúar eyjunnar köldu í Norður Atlantshafi. Nú megið þið gjarnan láta okkur vita af ykkur því heyrum af miklum eldsumbrotum á Réunion. Engir í hættu segja franskir fjölmiðlar en óneitanlega væri gott að fá staðfestingu á því.
Koss koss
Mammsa

7.4.07  
Anonymous Anonymous said...

Hlakka svo til að sjá þig aftur, Ketill!

11.4.07  
Blogger Eggert said...

jæja börnin mín....
gangi ykkur nú vel á leiðinni heim, og passiði að forskelast (fáránlegt orð sem ég veit ekki hvernig á að skrifa) þegar þið komið heim í snjóinn og rigninguna.

Ég persónulega mun nú sennilega ekki ná í rassgatið á ykkur fyrr en e-n tíma í júní, en þangað til...
"...so long, and thanks for all the fish!"

bestu kveðjur úr globally warmed hungary...

12.4.07  

Post a Comment

<< Home