Vorsins blómi
Paris Paris í vorsins blóma.... Bakkar Signu svigna undan háskólastúdentum og um loftin svífa hvítir frjókornshnoðrar. Allt er svo undur krúttlegt.
Erum í góðri gistingu hjá henni Ernu okkar blessaðri sem er mannfræðiskjáta í skiptinámi. Ekki verra að vera svo gott sem í miðri París.......
Er að snæða Gullafæði. Snilligáfa mannsefnis míns í eldhúsinu kemur í veg fyrir að mér muni nokkurn tíman fara fram í eldamennsku. En ég nýt þó alltént góðs af þó kjaptur minn brenni og þarmar þrútni.
Á meðan að á dvöl minni stóð í sumarsólinni í Indlandshafi greip mig aldregi löngun til fatakaupa eður kaupa yfir höfuð. Þótti mér skömm að slíkum fjára þrátt fyrir að verð hafi verið lág. Þegar ég steig á Evrópska grund eður öllu heldur á grund HMs fauk féð úr fórum mínum. En það er bara gaman.
Vér ætlum að skella okkur á Arabíska testofu og reykja svosum eina vatnspípu.
Erum í góðri gistingu hjá henni Ernu okkar blessaðri sem er mannfræðiskjáta í skiptinámi. Ekki verra að vera svo gott sem í miðri París.......
Er að snæða Gullafæði. Snilligáfa mannsefnis míns í eldhúsinu kemur í veg fyrir að mér muni nokkurn tíman fara fram í eldamennsku. En ég nýt þó alltént góðs af þó kjaptur minn brenni og þarmar þrútni.
Á meðan að á dvöl minni stóð í sumarsólinni í Indlandshafi greip mig aldregi löngun til fatakaupa eður kaupa yfir höfuð. Þótti mér skömm að slíkum fjára þrátt fyrir að verð hafi verið lág. Þegar ég steig á Evrópska grund eður öllu heldur á grund HMs fauk féð úr fórum mínum. En það er bara gaman.
Vér ætlum að skella okkur á Arabíska testofu og reykja svosum eina vatnspípu.
2 Comments:
Ég sit inni í hlýjunni að skrifa ritgerð, en úti er farið að snjóa. Njótið vorsins í París því það er ekki komið hingað.
Njótið síðustu klukkustundanna í útlandinu....hvenær verður næst er ekki gott að vita....
Hafið það gott og góða heimferð á Klakann Góða.........
Knús, knús...
Post a Comment
<< Home