Monday, March 26, 2007

Ledurblakan

Eg upplifdi undursamleg kynni vid ledurbloku um helgina. Vid Gulli leigdum sem fyrr segir bil og runtudum ut um allt i gaer og i fyrradag. Vid forum medal annars i hinn indaelasta dyragard, thar sem matti hafa samskipti vid risaskjaldbokur og halda a krokodilsunga. Thad ljufasta af ollu voru tho ledurblokurnar. Aldrei hefdi mer dottid i hug ad thaer gaetu verid svona undursamlega mikil gerpi. Ein theirra var agaetlega ahugasom um okkur. Einna likust litlu hundspotti med vaengi og hekk hun a afturloppunum og naerdist a eplabitum. Skondnast var thegar hun sneri ser vid og hekk a framklonum tveimur og tonnunum til thess ad pissa. GNO hun var svo saet.

I gaer forum vid svo a fatamarkad sem a ser stad tvisvar i viku. Thar ma fa hin ymsustu gaedaklaedi a godum pris. Gulli fjarfesti i skyrtum og treflum a hagstaedum kjorum, thad eina sem eg festi kaup a var kebab nokkur, afar hagstaedur fyrir likamlegt og andlegt astand mitt a theirri stundu.

Her eru enska, franska og maritiuskreolska tolud sitt a hvad. Oft franska og enska i somu setningunni thannig ad madur veit eiginlega aldrei hvada tungumal madur a ad tala. Allt er akaflega indverskt einhvernvegin med kinverskum ahrifum.... Afar indaelt.

Thad er eitthvad svo undursamlega sumarfrislegt ad vera herna. Holdum afram til Rodrigue a morgun. Thad verdur enntha rolegra. Eyjan er i 600 km fjarlaegd hedan, 18 x 8 km ad staerd, 36.000 kreolaeyjaskeggjar. Ekkert ad gera nema ad hanga.

Friday, March 23, 2007

Flic en Flac

Maritius er samkvaemt areidanlegum heimildum einn af tiu eftirsoknarverdustu afangastodum jardarinnar. Island er ekki a theim lista einhverra hluta vegna thannig ad vid tokum ekki mark a honum.

En alltent. Vid erum nu i strandarbaenum Flic en Flac a vesturstrond Maritiusar. Svo sem ekki merkilegt um ad litast her.... nema VA, hvitur sandur! Alveg hreint storkostlegt!! (Tharna var eg ad vera kaldhaedin.) En vid eigum nu reyndar eftir ad profa ad snorkla i sjonum her. Maske eru her aunhvurjar saetar skepnur ad sja nedansjavar.

Ver tokum naeturferjuna hingad i fyrradag. Thad var undarlega othaegileg stemmning um bord. Fullt folk innan um plebba og lelega thjonustu. Alveg hreint undursamlegt. En sem betur fer er eg akaflega umburdarlynd manneskja. Um kveldid voru haldnir magnadir tonleikar a undrahljodfaerid hljombord. Karl og kona sungu til skiptis ymsa goda songva a bord vid Guantanamera af mikilli innlifun. Thad skondnasta var tho naungi nokkur olvadur mjog sem lek a munnhorpu af miklum mod.

Vid aetlum okkur ad leigja bifreid um helgina og skoda okkur um eyjuna. A thridjudaginn fljugum vid svo yfir til Rodriguez thar sem vid aetlum ad eiga romantiska viku i paradis a hjara alheimsins.

Thar til sidar gott folk.

Monday, March 19, 2007

Sunnudagur

Á hvurjum sunnudegi eiga sér stað útitónleikar við ströndina í St-Leu, sem er einn af hinum fjölmörgu bæjum við vesturströndina. Þar leika hin ýmsu bönd hina hefðbundnu Maloya tónlist við dans og drykkju viðstaddra.

Jean-Marie er reuniónskur rastaman. Ekki það að hann sé rastatrúar svo ég viti til. Hann er bara rastaman í útliti. Þrjátíu og átta vetra gamall hefur hann fés og fas manns á þrítugsaldri, þýðan róm og heillandi bros. Hann veður þar af leiðandi í ungu kvenfólki, en vill engum illt og er í mikilli sálarkreppu um árin sem líða og hina sönnu ást sem aldrei kemur. Hann er algjör gerpalingur.

Alltént. Jean-Marie hefur löngum boðið okkur Gulla á þessa St-Leu tónleika. Ófáum sunnudögum höfum vér eytt í fleti veltandi því fyrir oss hvort halda skuli til St-Leu, vitandi það að nóttinni myndum vér þurfa að eyða undir beru lofti og koma rotin heim. Ástand okkar hefur undantekningarlaust verið á þann veginn að við höfum á endanum "misst af rútunni".

Á síðastliðinn þriðjudag lofaði Guðlaugur Jean-Marie því hátíðlega að við myndum sannarlega drattast með honum til St-Leu næstkomandi sunnudag. "Hrmpf" hugsaði ég í gær. "Hrmpf, ég nenni því ekki". En ekki skal svíkja góða menn, þannig að við enduðum loks í rútunni og á þessum víðsfrægu tónleikum.

Þeir voru indælir tónleikarnir. Mikil fjölskyldustemmning. Lítil gerpaleg börn dönsuðu og hoppuðu við sviðið, indælt fólk dansaði sér til yndisauka. Hundar leituðu sér að kétbitum til að japla á. Já, það var ljúft.

Við ákváðum svo að húkka far heim. Einhvurra hluta vegna gjörðum við það í "hollum" (orð sem ég fyrirlít). Með þremur mismunandi bílum komumst við Gulli loks til Port, næstu borgar við St Denis okkar. Sérstaklega var síðasti bíllinn athyglisverður, en hann óku systur sem voru að koma frá dánarbeði föður síns og á leiðinni að tilkynna fjölskyldunni um lát hans.

Alltént. Er til Port var komið var klukkan farin að nálgast 23, og enginn hafði áhuga á að taka upp í bílinn sinn eitthvað skuggalegt fólk. Það endaði með því að við bjuggum um okkur í háu grasi í skjóli einhvurra vesælla hríslna við þjóðveginn og reyndum að sofa til morguns.

Við vorum étin lifandi af moskítóflugum en sváfum alltént betur en á horfðist og tókum fyrstu rútu heim kl 5 um morguninn.

Þannig var nú sagan sú.

Friday, March 16, 2007

Októberfest

Halló.

Í gær hélt máritíski vinur okkar Christoph októberfest í tilefni nýrrar stöðu sinnar sem flugfreyja hjá flugfélagi Qatar. Hann fer fyrst til Máritíus að kveðja mömmu sína og pabba... hvílík einskær heppni fyrir okkur! Við munum troða okkur í máritískt fjölskylduboð í næstu viku, hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Fólk spyr oss um heimkomu. Hún mun eiga sér stað hinn 18. dag aprílmánaðar. Þá munið þið bera augum sólbrún fés okkar og stælta kroppa.

Veit ei hvort það er við hæfi að tjá sig um það á bloggi að ég mun hljóta nafnbótina "gömul frænka" í október. Steinunn blessuninn smitaðist af óléttufaraldrinum hjá vinkonum sínum. Það er svo krúttlegt!

Rommflaskan góða hans Gulla reyndist ekki vera svo góð eftir allt saman. Hún bar keim af rotnum ananas, rommgerðarmanninum til einskærrar óhamingju. Hann átti þó alltént til aðra minni flösku blandaða vanillu, kanel, anís og fleira góðgæti. Hún er hreint ekki svo slæm.

Vildi óska að ég hefði eitthvað krassandi og sjúklega fyndið að tjá mig um. En nei. Sú er ekki raunin.

Wednesday, March 14, 2007

Drottins dýrðar dagur

Í dag erum við Gulli búin að vera ódla dugleg. Við erum búin að sofa, vakna, liggja, hlusta á tónlist, sofa meira, vakna aftur, liggja lengur... Ég er líka búin að vera ódla dugleg að borða ís og gos og sætabrauð og appelsínur í morgunmat kl fjögur seinni partinn í dag. Það er gott að vera orðin stór og geta gert það sem mann langar til og borða það sem mann langar til. Ég fékk mér að sjálfsögðu ísinn í forrétt. Það var yndislegt. Ég spjallaði við hið indælasta fólk í leiðinni og þeim fannst ég barasta nokkuð indæl líka. Er það ekki fögur tilhugsun?

Ah, nú segi ég ekki æ æ æ æ æ, nú segi ég bara aaaaaaaaahhhh... - Hafið ekki áhyggjur gott fólk, verið hamingjusöm!

Og hún tilvonandi tengdamóðir mín átti stórafmæli í gær og við náðum ekki einu sinni að hringja í blessaða konuna! Skömm að þessu! Heil þér sextugri Fríður Hlín! HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA!!!!!

Tuesday, March 13, 2007

Heeeeeeeellú!!

Jæhja, þá erum vér búin að bera Trou de Fer augum, skýlaust! (Munið máske eftir myndunum af skýjunum frá því að við reyndum þetta síðast í vetur...)

Erum búin að njóta KULDANS í fjöllunum.... UNAÐUR. Ég ELSKA SKÝ OG ÞOKU. Það er besta veður sem hægt er að hugsa sér. Að sofa í tjaldi án þess að halda að maður sé í gufubaði. Að finna skella á sér kaldan gust. ÍSLAND ÉG ER AÐ KOMA!

Nei, bara rólegt gott fólk! Ég er ekki jafn hugsjúk og ég virðist vera. Nú er þetta allt að verða búið þannig að ég nýt síðustu viknanna til hins ýtrasta. Þetta er allt fallegt og gott.

Ætlum að skella okkur í kebab, billjarð og CYCLONE CAFE (skemmtistaðinn okkar) núna á eftir. Drekka dodo og rhum arrangé.... Það er Reunion í hnotskurn. Bara nokkuð indælt.

Þið eruð lemúragerpi.

Friday, March 09, 2007

Komin!

Við erum komin til Reunion heilu á höldnu. Það er skondin tilfinning og afar undarleg. Hún Ylfa litla Íslendingurinn sem dvelur hér þessa önn er stödd á Máritíus sem stendur og hefur lánað okkur herbergið sitt á stúdentagörðunum til afnota. Það er ljúft.

Allt er hér afar öðruvísi og vestrænna. Glansandi strætisvagnar og kvenkyns strætóbílstjórar. Hér getur maður fengið sér það sem mann lystir að borða án þess að bryðja sandkorn með því.

Madagaskar er Madagaskar, Reunion er Reunion. Þannig er nú bara það.

Stefnum á að fara í göngu með Nilu og Marvin á morgun og á hinn. Heyrumst eftir það!

Blesh!

Wednesday, March 07, 2007

æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ

Við erum sveitt í Tamatave.

Á morgun verðum við í loftræstri lúxusferju. Það verður magnað. Fyrsta flokks þjónusta, forréttir og eftirréttir, mjúk rúm, heitar sturtur.... Æ, hvursu indælt. Við munum njóta þess til fullnustu að vera smáborgarar.

Þetta er undarlegt, en samt ekki eins undarlegt og maður hefði haldið. Kannski er ég vaxin upp úr því að finnast undarlegt að tíminn skuli líða. Hvur veit. Ég er jú orðin svo fullorðin.... Átti alltaf eftir að tjá mig um það að hér á Madagaskar byrjaði ég að geta drukkið kaffi! Hvar mun þetta enda?

æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ

Saturday, March 03, 2007

Svona er lifid

Salama!

Dagarnir i Tana hafa snuist um ad eyda peningum i ad gera ekki neitt. Hvad getur madur svo sem annad gert i svona frii? Thetta er merkilegt. I raun vaeri haegt ad gera svo margt af viti fyrir peningana en thad virdist svo yfirthyrmandi ad madur fer bara og kaupir ser tvo isa a dag, fimm bjora, spilar billjard, bordar godan mat og ja.... Gerir ekki neitt af viti. En eg meina, madur er nu einu sinni i frii.

Thad er annars athyglisvert hvad samskiptin sem madur hefur vid innfaedda einkennast af miklu samviskubiti og "eg hefdi att ad...."-tilfinningu. "Andskotinn, hann svindladi a mer! Ae ae, eg hefdi nu att ad gefa henni meira..." "AE, eg hefdi nu att ad kaupa af henni, mig hefdi ekkert munad um thad...." Alltaf hreint er thetta svona.

I hvert skipti sem einhver Malgassari tekur okkur tali og er kammo vid okkur, fer madur osjalfratt i thvilika vorn og er afar kuldalegur i samskiptum. Thetta er einungis af thvi ad vid hofum laert af reynslunni ad folk er ekki kammo okeypis. Thad ser okkur ekki sem manneskjur heldur sem skjotfenginn groda. Thannig er thad bara, skiljanlega, eg myndi haga mer eins i theirra stodu.

Thetta er ekki indaelt, serstaklega thar sem eg hafdi stadid i theirri tru ad eg vaeri typan i ad kynnast nyrri menningu i gegn um folkid a stadnum. En alltaf laerir madur eitthvad nytt um sjalfan sig, tho eg geti ekki sagt ad eg hafi laert mikid um menningu Madagaskar a thessum tveimur manudum.

En ja, thad thydir ekki ad grata Bjorn bonda! Holdum til mots vid gomlu godu Tamatave a morgun. Baturinn aetti ad ollum likindum ad leggja ur hofn a midvikudaginn. Hitabeltisstormurinn virdist vera horfinn a braut.

Laet vita af mer adur en vid yfirgefum landid.