Tuesday, February 27, 2007

Ankarafantsika

Ankarafantsika er litill kruttlegur thjodgardur med litlum kruttlegum naeturlemurum. Their heita microsebusar og eru minnstu lemurar i heimi. Vid forum i naeturskodunarferd og saum skondin naeturdyr. En microsebusarnir eru vissulega thau aldullulegustu dyr sem eg hef sed a aevi minni. Likt og litlir musarrindlar hengu their i trjanum og voru ad ollu leyti gerpalegir. GNO.

Thetta voru hinir ljufustu tveir dagar i fadmi natturu og lemura... Svafum i gudfubadstjaldi sem var ekkert allt of indaelt, en annars var thetta fugglkomid.

Sidustu nott eyddum vid i taxi broussinum (thad nefnast minibussarnir sem eru ferdamati her) a leidinni til Tana. Vid vorum buin ad bida eftir honum vid veginn i thrja tima i gaerkveldi og ekki let hann sja sig. Skyndilega kom ovedur mikid og tre hrundu yfir vegi med miklum latum. Vid skundudumst i skjol og orvaentum eilitid, en taxi broussinn let sja sig a endanum og vid keyrdum sudur i mestu thrumum og eldingum sem vid hofum ordid vitni ad til thessa.

Annars er vist "cyclone" buinn ad rida yfir Reunion. Niu slasadir samkvaemt sidustu frettum. Eflaust astaedan fyrir brjalaeda vedrinu i nott. Tha er bara spurningin hvort vid komumst yfir med batnum a rettum tima, eda verdum her vedurteppt.

Friday, February 23, 2007

Til hamingju med afmaelid Jon Pol!!!

Jaeja!

Aetladi bara ad lata vita ad vid erum i lagi. Thad er ekki buid ad radast a okkur eda handtaka sidan sidast.

Vid erum a leidinni i thjodgard nokkurn, 150 km her fyrir sunnan. AEtlum ad fara ad leika vid lemurana. Their eru miklu indaelli en folk. Reiknum med ad koma til Tana um manadarmotin. Latum vita betur af oss tha.

TIL HAMINGJU MED AFMAELID JON POL!!!!!

Bömmer

Veit ei hvað sagt skal annað en það að ég vil flýja burt frá þessari borg.

Við lentum í útistöðum við perra og gelgjur í gær. Okkur blöskraði fávitaskapurinn í perrunum á veitingastaðnum þar sem við borðuðum í gærkveldi og fórum ekki leynt með fyrirlitningu okkar. Það endaði með að einn þeirra settist hjá okkur og ræddi málin. Við sögðumst vera íslenskir blaðamenn að skoða kynlífsferðamannaiðnað á Madagaskar. Fengum að taka myndir af honum og allt.

Kallinum fannst hann æðislegur. Hann var sko búinn að búa í Majunga síðan '96 og var búin að gera svo margt fyrir þessa borg. Hann var bara æðislegur og hugsaði svo vel um allt fólkið og ég veit ekki hvað og hvað. Hann sagði við Gulla að hann væri of ungur til að skilja þetta og að ég ætti bara eftir að sjá til: eftir 20 ár myndi hann vera í sömu sporum.

Allavega. Ég nenni ekki að vera orðlöng um þetta. Ég endaði allavega á því að spjalla við nokkrar af stelpunum og var það afar lærdómsríkt. Sérstaklega í ljósi þess að allavega tvær af þeim fannst mér vera mun sjálfsöruggari en ég og mjög klárar með útpælda sýn á lífið. Ekki neinar undirlægjur þar á ferð.

Reyndar talaði ég við aðrar sem voru þeim mun skemmdari. Ein var öll út í marblettum. Við Gulla sagði hún að hún hefði labbað á hurð og við mig að hún væri með sjúkdóm... Veit ekki.

Æh æh æh. Við enduðum alltént með liðinu á bar og spiluðum billjarð við perrakallana og stelpurnar. Allt fór svo sem vel fram þar til einum kallinum tókst svoleiðis að gera mig bandbrjálaða sem er svo dæmigert fyrir mig, og lenti ég í slagsmálum við konuna hans (unga stúlku) sem réðst á mig. Var ég einkar tryllt.

Ég hef áhyggjur af þessari ofbeldishneigð minni. Hún á eftir að koma mér í koll ef ég næ ekki tökum á sjálfri mér... Ekki það að hún hafi ekki gert það í gær - sést best á því að ég er með stærðarinnar kúlu á kollinum núna.

Mér tókst að róa mig niður og settist með tveimur stúlkum sem ég tók tali. Það sem mér fannst indælast í gær var sú staðreynd að mér tókst að fá fjórar stúlknanna til þess að samsinna því að þessir kallar væru sjúklega óaðlaðandi og væru að vanvirða þær með því að notfæra sér fátækt þeirra. Mér fannst ég virkilega vera að ná til þeirra. Þegar leið á kvöldið gerði ég mér grein fyrir hinum illa sannleika. Það eina sem þessar stelpur höfðu áhuga á var að fá mig til að kaupa handa þeim drykki og sígarettur og svo átti ég að borga fyrir þær leigubílinn líka... Þær höfðu samsinnt öllu sem ég sagði til þess eins að græða á mér.

Ég hafði virkilegan viðbjóð á sjálfri mér og öllu þessu liði þegar ég kom heim í nótt og þegar ég vaknaði í morgun. Hver held ég eiginlega að ég sé að koma hingað og telja mig gáfaðri en alla aðra og vera svo undurgóð manneskja að ferðast um og njóta fegurðar landsins? Ég er ekkert nema viðbjóðsleg vestræn dekurrófa sem hefur allt til alls og ætlast til þess að "framandi lönd" veiti mér einhverskonar ævintýralega frelsistilfinningu. Þegar eina raunverulega (?) frelsið er í peningahafinu á Íslandi. Ég var virkilega að reyna að haga mér eins og einhver sálfræðingur við þessar stelpur/konur. Talaði við 38 ára gamla konu eins og hún væri 17 ára..... Er það ekki að setja sig á háan hest?

Markmið mitt í lífinu er að uppná yfirvegun Gulla. Hann á hrós skilið fyrir sitt óumræðilega jafnvægi og létta lunderni. Blessaður pilturinn.

Wednesday, February 21, 2007

Grunnþarfir mannsins eru mikilvægastar

Halló.

Við erum nú fyrir norðan í hafnarborg að nafni Majunga eða Mahajanga.

Frá Tulear héldum við til Ambositra sem var hinn indælasti bær. Fólk var allavega alveg ótrúlega lítið að bögga mann, aldrei þessu vant. Reyndar gistum við eina nótt í gamla hótelherberginu okkar í Fianarantsoa á leiðinni. Deginum eftir eyddum við í heild sinni á rútustöðinni í að bíða eftir að minibussinn okkar fylltist. Það var áhugavert.

Í Ambositra gistum við í fjórar nætur á furðulegu hóteli. Einn daginn gerðumst við aktíf og leigðum hjól. Við hjóluðum um sveitina og hún var svo undur undur fögur. Dýrðlegt var þar um að lítast. Það var líka gott að komast í smákulda í hálendinu.

Svo var það Tana (eða Tananarive eða Antananarivo), höfuðborgin. Borg hinna 12 hæða. Ég fílaði hana. Við vorum á magnífæuðu hóteli uppi á einni hæðanna. Við höfðum magnað útsýni. Erum búin að bóka sama hótel aftur á leiðinni til baka. Reyndar er allt meira en helmingi dýrara í Tana en annars staðar. Hræðilegt að borga yfir 1500 íslenskar krónur fyrir eina nótt á hóteli.

Leiðin til Majunga tók heilan dag. Ódla flott á leiðinni og ótrúlegt sólarlag...
Okkur leist nú ekkert á þessa borg þegar við komum hingað. Virtist ákaflega dauð og óspennandi. Hmmm... hún er nú aðeins að vaxa okkur í augum núna held ég. Við lentum allavega á djammi í gær með öllum hvítingjaköllunum og ungu stelpunum. Alltaf jafngaman.

Annars er það augljóst að við Guðlaugur stöndum okkur æfinlega best í tveimur hlutum. Að gera ekki neitt og að eyða stórfé í að éta. Við eyðum morgnunum yfirleitt á hótelherberginu og förum svo tvisvar á dag út að borða á ekkert alltof ódýra staði Borgum yfirleitt um 1000 ísl kr fyrir máltíðina í heild sinni, sem er gífurlegur peningur... 20.000 ariary.

Alltént, gífurlega áhugavert blogg á sér hér stað greinilega. Við höldum áfram að sofa og éta, vonandi njótið þið ykkar í hversdagsleikanum ... og í Ástralíu Helgmunda mín ljúf og kær.

Monday, February 12, 2007

Gerpi

Jaehja mannskepnur godar.

Skyndilega gjordum ver oss grein fyrir raunveruleikanum. Raunveruleikinn er sa ad eftir rett rumar 3 vikur verdum vid um thad bil ad stiga um bord i ferjuna aftur til Reunion. Thetta gerir thad ad verkum ad ver verdum ad velja og hafna um hvad vid viljum gera a thessum 3 vikum.

Erum buin ad hanga allt of lengi i Tulear og thar i kring. Holdum aftur inn i land i fyrramalid. Thar sem ad nu er regntimabil stendur litid annad til boda. Allir vegir fyrir sunnan ofaerir. AEtlum ad skella okkur til thorps sem heitir Ambositra og a ad vera mjog rolegt og fallegt. Svo aetlum vid ad takast a vid hina miklu hofudborg Antanarivo eda Tana. Thad verdur vonandi ahugavert.

Eg gaeti eflaust fraett ykkur um eitthvad gifurlega spennandi sem er ad gerast i lifum okkar.... Hmmm.... edur ei.

Vid erum annars vid hestaheilsu og lifid leikur vid okkur. Hlokkum til ad koma aftur til Reunion thar sem 4,5 litra rommflaskan sem eg gaf Gulla i jolagjof bidur eftir okkur stutfull af sitronum og ananas. Thad verdur magnifaed.

Eg sakna ykkar gerpin min.

Friday, February 09, 2007

Lúxus nútímatækni og fjölbreytts matarræðis

Vér erum komin til baka í lúxusinn í Tulear. Hér er rafmagn allan daginn (ekki bara í 4 tíma á kveldin), hér er sturta í hótelherberginu okkar (að vísu köld, en lúxus miðað við að sækja hálfsaltað vatn í brunn og þvo sér með bolla upp úr fötu), og hér er hægt að BORÐA..... pizzur, ís, kínverskt..... (ekki bara fisk og bollasúpu), og hér er hið undursamlega internet sem tengir mann við umheiminn og leyfir manni að gleyma því um stund að maður sé staddur á hjara veraldar þar sem er ekki hægt að borða bæjarins bestu, álfheimaís og allt hið ljúffenga sem hið undursamlega Ísland hefur upp á að bjóða....

Vér erum sumsé búin að flatmaga í fiskiþorpum hér fyrir sunnan. Það hefur verið einkar notalegt og höfum við helst einbeitt okkur að því að vera kynþokkafull og aðgerðarlaus á ströndinni.

Við byrjuðum á áhugaverðri rútuferð til þorpsins Saint Augustin. Gulli komst ekki fyrir í rútunni þannig að hann var settur upp á þak, og þá vildu að sjálfsögðu við hinir útlendingarnir með okkar sérþarfir líka fara upp á þak.... Og það var magnífæd. Ríghaldandi sér á illa förnum malarvegi með þverhnípi á köflum sér við hlið. Nokkuð spennandi.

Saint Augustin er tsjillað pleis. Gistum á afar fjölskylduvænu "hóteli" þar sem dýr og börn lifðu og léku sér hvort innan um annað. Héngum þar í fjórar nætur. Skruppum einn daginn með litlum seglbát til enn minna fiskiþorps að nafni Sarondrano. Það er byggt á sandi innan um sandöldur... svo undurfagurt. Þar létum við eins og vesturlandabúar í baðfötunum okkar með snorkelgræjurnar. Mér fannst ég asnaleg, en hvað átti ég svo sem annað að gera af mér?

Frá Saint Augustin héldum við enn á ný með litlum seglbát til hins eilítið túristavænna Anakao. Þar hýstumst við í litlum rauðum bungalow alveg niður við sjó. Það var ljúft. Við komumst að því að við erum einkar hræðileg í augum barna á aldrinum eins til tveggja ára. Ekki það að börn hafi ekki farið að gráta áður við að sjá okkur, en þarna héldu sum þeirra að við ætluðum að ræna þeim og éta þau og öskruðu og grétu eftir því.

Í dag eyddum við deginum að mestu á seglbát á milli Anakao og Tulear. Ljúft. Ég er rauð og freknótt. Gulli er sykursætur eins og kanelsnúður.

Við höfum nú skilið við ferðafélagana okkar þýsku þau Marvin og Nilu þar sem líða tók undir lok dvalar þeirra. Þau voru indæl að ferðast með. Marvin er lítið gerpi og Nila er klár kvenskörungur. Við sameinumst þeim á ný á Reunion eftir mánuð.

Sæl að sinni.

Ketill

Thursday, February 01, 2007

Vald hins reista lims.

Tharf ad baeta orlitlu vid i sambandi vid vidfangsefni sidustu faerslu:

Vid Gulli gistum her a hinu agaetasta hoteli. Vid deilum staerdarinnar svolum med herberginu vid hlidina a okkur. I gaerkveldi aetladi eg mer ad njota naedis a svolum thessum i kveldsolinni. Er eg opnadi dyrnar bra ekki betur vid en svo ad thar satu i fadmlogum sjuskud hvit kona um fimmtugt og ungur myndarlegur svartur madur. Bra mer eilitid i brun vid thessa sjon. Eg fylltist ekki vidbjodi. Thvert a moti spurdi eg kurteislega hvort eg vaeri nokkud ad trufla og tviste svo um stund veltandi thvi fyrir mer hvort eg aetti ad lata thau oafskipt og halda til i kytru minni. Eg komst ad theirri nidurstodu ad hefdi thetta verid hid daemigerda "gamall hvitur kall - ung svort stelpa" hefdi eg hlammad mer tharna nidur bara til ad trufla sem mest. Thannig ad eg hlammadi mer nidur.

Gulli sa fyrir ekki alls kostar longu heimildarmynd i sjonvarpinu a La Reunion. Umfjollunarefni hennar var kynlifsferdamannaidnadur i Gambiu (vestanverdri Afriku). Til Gambiu halda a hverju ari fjoldinn allur af midaldra evropskum konum. Thar na thaer ser i ungan og skorinn "rastaboy" til ad hanga med a strondinni og lata stjana vid sig. Ad sogn Gulla voru thetta gegn um gangandi hollenskar, saenskar, thyskar konur a sextugs- og jafnvel sjotugsaldri, vel i holdum og reffilegar. Ungu mennina dreymir, likt og stulkurnar her, um fjarhagslegt oryggi og jafnvel rikisborgararett i evropsku landi. Sem gengur eflaust sjaldan eftir.

Thad merkilega eru manns eigin vidbrogd vid thessu. Manni thykir thetta nu soldid skondid.... er thad ekki...? Gomlu kellurnar bara ad lifa lifinu a gamals aldri... Flott hja theim ... eda hvad? Sorglegt ad sjalfsogdu. Hver er munurinn a kellingunum og kollunum?

Snyst thetta bara um vald hins reista lims sem vid aumar kvensur munum aldrei odlast og munum thvi aldrei getad ograd sakleysinu a sama hatt og karlmenn?