Wednesday, January 31, 2007

Mér er illt í mallakút......

Æ æ æ hvað ég á bágt..... Mér hlaut að hefnast fyrir ad vorkenna Gulla ekki nóg þegar hann var veikur um daginn. Ég er búin að vera með magapínu í dag og það er ekki skéntlegt. Gulli er búin að vorkenna mér ódla en ég tel það vera samsæri, einungis til þess að núa mér því um nasir hvað ég sé illgjörn.

Hvað er annars efst á baugi...? Ég get með sanni sagt að það sé illur heimur og viðbjóðslegir evrópskir karlmenn. Þeir eru hér í hrönnum að láta eins og stórlaxar með ungar píur í kringum sig, og mig langar til að æla og kúka á þá alla í veikindum mínum.

Við fórum á skemmtistað í fyrradag. Vorum búin að fá okkur eilítið í glas og ákváðum að kíkja á klúbbalífið á Madagaskar. Þar inni voru um 90% gesta ungar píur í kynþokkafullum klæðnaði. Dansgólfið var sérstaklega áhugavert því þar var framan af ekki að sjá einn einasta karlmann, bara um 60-70 stykki fagurra fljóða. Af hinum 10% gestanna voru líklega 75% hvítir kallar, flestir komnir yfir fimmtugt, og svo einhverjir ungir Madagaskískir menn. Það vakti einnig athygli okkar að á meðan Gulli og Marvin skruppu á barinn reyndu hvorki meira né minna en þrír þessarra innfæddu drengja við okkur Nilu, en nákvæmlega ekki ein einasta af öllum stúlkunum, sem voru líklega langflestar í leit að ríkum evrópskum karlmanni, nálgaðist kærastana okkar.
Segir líklega mikið um hver hefur valdið til að taka fyrsta skrefið... eða kannski hvað Marvin og Gulli séu fátæklegir...

Þetta vekur sannarlega viðbjóð, en sennilega eru báðir aðilar að græða á þessu. Gulli ræddi við fólk um þetta á kaffihúsi í dag og kom þá í ljós að þetta vandamál hefði stórlega versnað á síðastliðnum þremur árum. Oj barasta.... það ógeðslegasta eru svo hinir fáu ungu menn sem stunda þetta líka. Myndarlegir töffarar um þrítugt með klámvæddan heila. Einn þeirra reyndi að yrða á mig í dag þar sem ég sat veikluleg með kókflöskuna mína. Ég gaf honum banvænt augnaráð og ranghvolfdi augum mínum framan í þennan fábjána.

Verður maður ekki að tjá sig um eitthvað sætt líka? Eðlurnar sem eru hér upp um alla veggi eru svo óhemju dúllulegar. Allskonar á litinn og ódla ódla gerpalegar. Við sáum eina háma í sig risastórt skorkvikindi um daginn, það var ekkert alltof falleg sjón.

Svo erum við líka búin að drepa einn sporðdreka sem var á vappi í kring um tærnar á mér. Einhver sporðdrekategund á að geta drepið manneskju á 10 mínútum. Við vildum ekki taka sénsinn þannig að Gulli stappaði á honum. Það var ótrúlega sorglegt. Eins skemmtilegt og það getur verið að ná að drepa moskítóflugurnar sem eru hér í tonnatali stútfullar af malaríu er það líkt og syndsamlegt að drepa svona fallegt dýr eins og sporðdrekinn er. Fullkomið sköpunarverk.

Verið sæl að sinni.

Monday, January 29, 2007

Tulear: hiti og sviti...

Leiðin hingað: víðáttur og fjöll og tré og magnaður himinn sem hefur gert Gulla að óðum ljósmyndara. Hann er meira að segja búinn að kaupa sér ljósmyndaravesti sem hann gengur í öllum stundum. Það er jú ekkert indælla en að svitna vel.

Eftir Fianarantsoa héldum við til Ambalavao, lítils þrops í klukkutíma fjarlægð. Þar fórum við á nautgripamarkað og ég skemmti mér við að urra og gelta á lítil börn. Ég er nebbla búin að komast að því að eina leiðin til að komast af í landi þar sem maður er sífellt ofsóttur af börnum og leiðsögumönnum er að láta eins og hálfviti... Ekki það að ég kunni mér ekki hóf, en vissulega er það ákaflega skemmtilegt og þannig kemst maður í gott skap í stað þess að vera pirraður það sem eftir er dagsins.

Við kíktum í nokkurskonar þjóðgarð í Anja, skammt frá Ambalavao. Þar fengum við loksins að sjá lemúra. Þeir voru svo undursætir með svart og hvítröndótt skott, hoppandi um í trjánum og sumir með ungana sína á bakinu.... GNO! Við sáum líka ýmiskonar eðlur og kamelljón, klifruðum upp um stokka og steina og sáum magnað náttúru.

Næsta stopp var í þjóðgarðinum í Isalo. Einum mest heimsótta þjóðgarði Madagaskar og þar með á uppsprengdu verði fyrir "vazaha", en það erum víst við ríku hvítingjarnir. Við þurftum að borga 25 falt verð miðað við innfædda inn í þennan garð. Þar sáum við tvær lemúrategundir í viðbót. Eina brúna og eina hvíta. Þeir eru ofurindælir þessir apakettir. Við gengum líka að líilli "náttúrulegri sundlaug" í miðjum trópíkölskum gróðri. Þar var ljúft að kæla sig. Leiðin þangað var undurfögur, fögur fjöll - fagur himinn.... Við sáum snák og ýmsar marglitar lirfur og svona skordýr sem líta út eins og greinar. Magnífæd.

Alltént, nú erum við hér á vesturströndinni... Höngum hér í einhvurja daga og förum svo niðrá strönd.

Blóka eflaust meir á morgun eða hinn.

Monday, January 22, 2007

Eilitil ferdafrasogn

Fianarantsoa lidur bratt undir lok. Holdum afram sudur a boginn a morgun eda hinn.

Her hofum vid hafist litid ad. Sofid mikid og hangid, gengid um borgina og verid ofsott af skolabornum sem vilja selja okkur postkort, en thad er ekki haegt ad kaupa eitt thvi tha neydist madur til ad kaupa af ollum hinum tolf thannig ad eg er farin ad haga mer eins og rik tik og segja nei vid alla.

Her eru einu Evropubuarnir midaldra karlmenn sem lifa her ljufu lifi med ollum litlu vidholdunum sinum. Vid Gulli forum ut ad borda i gaer og thad var krokkt af theim thar. Einkar skondid atvik kom upp thegar ungt par med bakpoka gekk inn a stadinn uppgefid eftir langa ferd. Unga konan var pirrud yfir ad geta hvergi fengid upplysingar um hvar vaeri ad finna laust herbergi. Einn af midaldra kollunum sagdi henni ad hun yrdi bara ad gjora svo vel ad venjast lifinu a Madagaskar, hlutirnir gengju odruvisi fyrir sig en heima hja henni. Thad var vissulega rett hja honum, en thar sem stulkan var pirrud akvad hun barasta ad hella ser yfir kallana og sagdi theim ollum ad skammast sin fyrir ad vera ad hanga tharna og gefa slaema mynd af Vesturlandabuum. Thetta var indaelt. Pirringur getur verid indaelisfyrirbaeri.

Annars virdast allir vera bunir ad taka ut sinn skammt af pirringi. Hjukkett madur, eg helt ad eg vaeri eitthvad oedlileg ad vera alltaf svona pirrud. En Gulli er buinn ad tala yfir hausamotunum a hjolavagna gaurum sem aetludu ad lata okkur borga alltof mikid, og Marvin og Nila eru ad fara yfir um af allri athyglinni sem vid faum. AE, en ljuft ad pirrast svoldid saman! Tho ad her se allt fagurt og spennandi er ekki audvelt ad vera med kroniskt samviskubit yfir ad eiga moguleika a ad ferdast yfir jordina til thess ad hanga herna i tveggja manada frii a medan folk a her margt ekki bot fyrir rassinn a ser (i bokstaflegri merkingu), og ser okkur ekki sem manneskjur heldur sem sedlabunt.... ARRRRRGH

Fyrir ykkur sem vilja fylgja ferd okkar eftir a korti tha hofum vid nu ferdast i thessari rod:
Tamatave (Toamasina) - Mahanoro - Nosy Varika - Mananjary - Manakara - Fianarantsoa og holdum nu afram i att ad Tulear a vestustrondinni.

Ferdin med batnum fra Nosy Varika til Mananjary var undurfogur. A einum stad opnadist skipaskurdurinn ut i sjo og baturinn okkar ruggadi til og fra i oldunum. Thad var unadslegt. Vid sigldum fram hja fjoldamorgum smathorpum thar sem faklaett folk horfdi a okkur fra strondinni. Vid maettum baedi korlum og konum og heilu fjolskyldunum sem reru um skurdinn a eintrjaningum og pirrudust ut i motorbatinn okkar fyrir ad hvolfa theim naestum thvi. Husin tharna nidurfra voru oll ur tre med palmablodum fyrir thak. Her uppi eru husin ur leir.

Mananjary var indaelisbaer vid Indlandshaf thar sem fiskimenn reru ut a oldurnar a eintrjaningum med netin sin og tryllt born leku vid okkur a strondinni. Thar fengum vid lika godan mat og eg let fletta har mitt ad haetti madagaskiskra kvenna. Eg komst tho ad thvi ad thad er erfitt fyrir litla hvita stulku eins og mig ad lita ut eins og annad en litil reifaragella med svona hargreidslu. En eg er samt odla toff og margir hrosa mer fyrir fagrar flettur.

Vid komumst liklega ekki aftur a netid fyrr en i Tulear sem verdur liklega eftir um thad bil viku.

Sael ad sinni gott folk.

Friday, January 19, 2007

Taugatrekkur

Drottinn minn dyri, thetta er seinvirkt net. Taugar minar umbera ekki svona lagad. Eg fer yfirum.

Sumse: Ver erum enn a yfirbordi jardar. Hofum lent i hinum ymsustu aefintyrum undanfarna viku, sei sei ja. Medal annars forum vid med einhvurskonar fljotabati nidur 150 km langan skipaskurd asamt fjolda folks. Thar sem hvirfilbylur reid her yfir fyrir ekki allskostar longu hafdi skurdurinn lokast a einum stad og unnum vid oll hordum hondum vid ad grafa okkur i gegn um 30 metra af hardgerdum vatnajurtum og draga batinn i gegn thar sem hann hafdi festst a botninum.

Vid vorum thrjar naetur i indaelis litlu thorpi ad nafni Nosy Varika. Ver thottum afar ahugaverd i augum folks og Gulli var vinsaell medal barnanna sem endra naer.

Nu erum vid komin til storborgarinnar Fianarantsoa. Vid komum hingad med eldgamalli lest i gegn um fjoll og firnindi og var thar afar fagurt um ad litast.

Allt er sumse i orden, engin villidyr her edur omenni. Flestir meira en indaelir og jafnvel of indaelir. Thad eina sem a til ad skemma fyrir eru minar eigin taugar og otholinmaedi. Mikil threyta fylgir thvi ad vera sifellt midpunktur athyglinnar. Eg vil bara vera midpunkturinn thegar thad hentar mer, ad folk skuli ekki geta skilid thad!

Alltent. Eins og netid er her tel eg vist ad eg muni ekki stunda mikid af thvi, en reyni tho ad lata mina nanustu vita af mer vikulega.

Sael ad sinni.

PS: Thokk fyrir indaelar athugasemdir!
Nadia min kaer, eg skal med anaegju vera bitur med ther! Ekki nema thrir manudir thangad til eg mun hanga med ykkur kindunum a kaffihusi… O hvursu ljuft!

Wednesday, January 10, 2007

Madagaskar

Vid erum komin til Madagaskar heil a hufi. Engin sjoveiki, allt likamlega heilbrigt.
Her er allt baedi aedislegt og hraedilegt eins og gengur og gerist i framandi londum. Vid erum buin ad labba um gotur hafnarborgarinnar Tamatave med ferdafelogum okkar thysku Marvin og Nilu. Allir horfa a okkur og hlaeja af thvi ad vid erum svo skrytin.
Holdum af stad sudureftir seinna i dag ef allt gengur eftir aaetlun. Veit ekki hvenaer vid komumst naest a netid.
Sem sagt, allt i standi, engar ahyggjur!

Thursday, January 04, 2007

Aramotin i 3070,5 m haed

Mér ber vist ad tja ykkur um hrakfarir aramotanna, en thau voru heldur skrautleg thetta arid.

Vid Gulli akvadum barasta ad skella okkur upp a haesta tindinn, Piton de Neiges, i 3070,5 m haed og horfa a fyrstu solaruppras arsins 2007 a tidinum. Thadan a madur ad geta sed yfir gjorvalla eyjuna og til hafs i allar attir. Ekki amalegt thad.

Vid logdum af stad i bitid a gamlarsdag, og ekkert svo sem i frasogur faerandi nema ad mer tokst ad tyna hjartfolgnum gemsa minum i rutunni og er eg afar sorgmaedd yfir theim missi thar sem gemsi thessi hafdi tilfinningalegt gildi fyrir mig. En svona er lifid.

Alltent. Vid vorum komin til fjallathorpsins undurfagra Cilaos (ca 1500 m haed) um hadegi, en i grennd vid thad hofdum vid gongu vora. Thad gekk likt og i sogu og vorum vid baedi stolt af thvi ad komast i fjallakofann a 4 timum (2470 m haed). Thar hofdum vid upphaflega hugsad okkur ad gista og ganga svo af stad um 3 leytid um morguninn til thess ad na solarupprasinni kl 5.

Vid Gulli vorum tho i svo ofurmiklu studi eftir thetta 4 tima labb ad vid akvadum barasta ad drifa thetta af og tjalda uppi a tindinum. Thad var tha sem hrakfarirnar byrjudu. Vesalings Gulli vard fljott threyttur og get eg med vissu sagt ad thetta hei verid i fyrsta skipti sem eg hafi verid spraekari en hann. Eg var olm i ad halda afram thratt fyrir rigningu og thoku og thannig heldum vid afram oviss um orlog okkar.

Eftir eilitlar ahyggjur af vedurfarinu gengum vid skyndilega upp ur thokunni og vard tha allt svo ofurfagurt a ad lita. Vid gengum i urd og grjoti og thad var virkilega alveg eins og a Islandi. Tunglid var naestum fullt og eg er viss um ad thad var allt krokkt af alfum tharna og hof eg tha upp raust mina og song aramotakvaedi i miklum ham. Thessi stund var toppurinn a aramotunum fyrir mer.

Eftir thetta for odum ad dimma og tokum vid upp vasaljos vor og gengum sidasta spolinn i svartamyrkri. Var afar draugalegt um ad litast. Ekki bra betur vid en svo ad loksins er vid komum a tindinn var aftur komid illvidri og tjoldudum vid i rigningu og roki og myrkri. Mer leid likt og thatttakanda i survivors. Vid thurftum ad halda tjaldinu nidri med grjoti og vorum vid rennandi blaut og kold.

A midnaetti svafum vid baedi vaerum svefni eftir ad hafa hlaupid upp a haesta punktinn i eina minutu thadan sem vid saum ljos fra nokkrum baejum i kring um okkur.

Er vid voknudum arla morguns 1. januar 2007 i taeplega 3070 m haed yfir sjavarmali gerdum vid okkur grein fyrir ad vid vorum inni i risavoxnu skyji. Ekki var nokkurt utsyni ad sja eftir thessa gifurlegu gongu okkar. Orfa tjold voru a tindinum auk okkar en ekki salu ad sja. Ver heldum til i tjaldinu thangad til kl 11 en thokan var alltaf jafnthett thannig ad vid akvadum ad halda aftur nidur blaut og hrakin.

Er i fjallakofann var komid vorum vid svo blaut og rigningin svo mikil ad vid akvadum ad dvelja i kofanum i eina nott a medan vid og vedrid myndum thorna. Um kveldid hofust thrumur og eldingar svo miklar ad aldregi hofdum vid sed annad eins.

Morguninn eftir hafdi rigningin enn versnad. Vid klaeddum okkur i blaut fotin og heldum nidur til Cilaos. Thad var afar blaut ganga thar sem gongustigurinn hafdi tekid a sig mynd laekjar og fossa. Eg var alveg uppgefin loksins er vid komumst nidur.

Vid hukkudum far til Cilaos, og thad var o svo indaelt ad komast a rutustodina og eiga ekkert eftir nema ferdina heim. Thad var tha sem eg uppgotvadi ad eg hafdi gleymt hinum forlata gonguskom vid fjallsraeturnar og thurfti eg ad skundast a sandolunum minum til baka til ad saekja tha. Sem betur fer tok indaelisfjolskylda mig upp i og skutladi mer fram og til baka.

Vid komumst heim heilu a holdnu og voru thetta eftir allt saman hin indaelustu aramot.

PS: Myndirnar sem eg setti inn eru hér. Thaer eru ekki fra aramotunum.

Eg thakka fyrir allar indaelu myndirnar sem eg hef fengid sendar og jola- og aramotakvedjurnar einnig.