Thursday, October 26, 2006

Fleiri myndir!

Jæja gott fólk, þá hef ég sett inn myndir frá ævintýrum okkar síðustu helgi/viku. Þess má geta að Guðlaugur á allan heiður af þessum myndum, nema þeim örfáu sem eru af honum.
Alltént, njótið vel.

Wednesday, October 25, 2006

Garpar

Saelinu.
Nennti ekki ad hanga i fronskutima thar sem thad eina sem eg fekk ut ur honum var svefn fram a bordid. Helt thadan brott i ovissu um hvurt skyldi haldid, keypti mer pizzu sem mig langadi ekki i og situr hun sveitt og halfetin mer vid hlid. Pikka eg nu med halfum huga a lyklabord med solbrunum handleggjum minum umvafin nordalegu andrumslofti a studenta hangs pleisinu.
Annars tokum vid Gulli okkur til fyrir helgina og keyptum okkur hid agaetasta tjald sem vid svafum svo i 4 naetur uppi a fjollum. Hver hefdi buist vid thvi eftir tholraunina sidustu helgi ad eg myndi labba samtals ca 10 tima einungis viku sidar? Ekki eg. En thad var undurfagurt uppi i Cirque de Mafate og eg er svo stolt af okkur letingjunum fyrir allt labbid. Set inn myndir sem fyrst.
Tilefnid ad labbinu var hinn arlega tonlistarhatid Mizikapan eda hvad sem hun heitir. Hun fer fram i fjallasal Mafate undir stjornubjortum himni. Ekki slaemt thad. Annars virdist sem eg se alvarlega ad roast nidur thar sem eg naut min mun betur i fjallgongum og sofandi i tjaldinu heldur en vid djamm og drykkju. Eg er ad verda eitthvad akaflega ofelagslynd en thad er svo sem agaett svona af og til.
Nu er "loksins" farid ad hitna i vedri og sumarid ad koma. Thad var eitthvad ad lata a ser standa og svalir vindar ad blasa langt fram eftir oktober, en nu er madur "loksins" farinn ad svitna almennilega jafnt utandyra sem innan. Verd ad jata ad eg kunni agaetlega vid vetrarvedrid herna en thad er vist ekki mikid haegt ad gera vid thessu og ekki er eg von ad kvarta yfir vedrinu, sussubia.
Hvad get eg svo sagt ykkur i frettum... eflaust eitthvad storfenglegt... Jap, vid erum buin ad boka ferd med batnum til Madagaskar 8.januar. Segi betur fra theim aformum sidar.
Sakna ykkar verulega.

Monday, October 16, 2006

Gangan mikla

Nú situr Gulli mér við hlið og glottir sökum þess að í gær æmti ég og skræmti sökum verkja í hnjám mínum og tám. Þá sagði hann mér ad hugsa hvursu gaman yrði að blogga um þessa reynslu og tjáði ég honum þá að halda sér saman. Við lögðum sumsé upp í göngu um helgina skipulagða af háskólanum með sjö öðrum stúdentum og taugaóstyrkum leiðsögumanni. Vér gengum upp í 2277 m hæð og samtals rúma 22 km upp og niður illar hæðir. Auk þess bárum vér á bökum vorum þungar byrgðir af vistum. Vér sváfum í tjaldi um nóttina og allt var ákaflega náttúrulegt og indælt. Helst þótti mér við þó fara hratt yfir og hélt ég undir lokin að ég myndi ekki lifa förina af og táraðist sökum þess.
Við höfum átt bágt með hreyfingar í dag sökum gífurlegra harðsperrna, en við dröttuðumst þó út úr húsi seint og síðarmeir.
Eg hefi opnad myndasidu ykkur til heidurs a: http://ketilsen.shutterfly.com Thaer eru magnadar.
Nenni ekki að skrifa meir.
Kétill

Monday, October 09, 2006

Æfintýraleg helgi

Erum heil á höldnu á háskólabókasafninu.
Um helgina lentum vér í úrhellisrigningu á brimbrettafestivalnum, sem vart var brimbrettafestivall þar sem brimbrettakeppninni var aflýst sökum veðurs. Hins vegar var ágætis stemmning þar á föstudagskveldinu þrátt fyrir að aðeins hafi þótt eitthvað varið í eitt tónlistaratriði. Þar var alskeggjaður og slefandi karlfauskur á selló í aðalhlutverki, en hljóðfæri hans var tengt við effekt nokkurn og spilaði hann ekkert nem harðasta metal rokk og paunk á milli þess sem hann svelgdi í sig bjór og hellti yfir höfuð sér. Félagi hans var snoppufríður leiklistarnáungi sem söng og tjáði sig á milli laga.
Alltént. Við vorum heppin með að rigningin skyldi ekki láta sjá sig fyrr en á laugardagsmorgninum þar sem við sváfum undir berum himni. Vér hröktumst til Saint Pierre, en þangað höfðu tónleikar laugardagskveldsins verid fluttir. Þeir voru með besta móti og félagsskapur vor einnig, en hann samanstóð af ítölskum og þýskum skiptinemum, öllum hinum beztu skinnum.
Morgunsárið var sársaukafullt í kuldanum á rútustöðinni, en vér erum sumsé komin heim heilu á höldnu en skundum nú í arabískutíma.
Assalamu ahaleikum.

Wednesday, October 04, 2006

Hvad skal sagt?

Afsakid fjarveru mina fra bloggi thessu. Hefdi svo sem getad sagt mer thad sjalf ad thetta yrdi dautt blogg.
En alltent. Vér Gulli lifum enn og hraerumst i thessu menningarblandada samfélagi og thad er allt gott og blessad. Thad er akaflega mikid drasl i herberginu okkar auk thess sem Gulla tokst ad brjota rumid (sem var hvort sem er allt of litid fyrir hann), thannnig ad vid sofum a dynum a golfinu. Ver hofum fjarfest i viftu nokkurri sem er med mikil olaeti en mér thykir samt vaent um hana. Thad skrida litlar edlur upp um alla veggi og moskitoflugurnar eru astfangnar af mer sem endranaer.
Um helgina aetlum ver sudur a boginn til mots vid einhvurskonar brimbrettatonlistarhatid. Thad verdur eflaust ahugavert. Ymsar hljomsveitir munu thar spila og brimbrettafolk spreita sig edur spreyta.
Ver erum brun og fogur og indael. Timinn flygur a gifurlegum hrada. Thad er kominn oktober og eg er barasta ekki buin ad skoda nema svona 2,7% af thessari ey.
Er komin a einhvurskonar sirkusnàmskeid à vegum hàskolans. Fyrsti timinn var a fostudaginn og thar fimleikadist ég af miklum mod. Thad var gaman ad endurupplifa thad. Verd maske ordin jafnlidug og eg var thegar eg var 14 ara thegar eg sny aftur heim.
Klettaklifrid var ekki jafnskemmtilegt. Eg veit ekki hvad kom yfir mig en einhverra hluta vegna fylltist eg panik og hraedslu og thordi ekki upp nema orfaa metra. En eg mun ekki gefast upp.
Alltent, eg oska ykkur alls hins besta og sendi hjartans kvedjur.