Thursday, November 30, 2006

Je suis libre!

Frjals sem fuglinn, ja!

Hefi eg nu skilad af mer minni fyrstu og liklega sidustu ritgerd ritadri a franska tungu. Ritgerdarafskraemi sem eg hefdi aldrei latid ur hondum minum i thessu astandi nema einmitt fyrir tilstilli thess ad thad var a fronsku og eg er utlendingur sem kemst upp med ad skrifa lelegar ritgerdir a fronsku.

Thar med er skolagongu minni a La Réunion lokid, ef fra eru taldir nokkrir timar i arabisku sem okkur er frjalst ad maeta i hofum ver ahuga a thvi.

Solin skin og svitinn drypur. Lifid er fagurt en einnig ljott. Thannig er thad avallt.

Hvad skal nu gjort? Haldid til mots vid eldgosid hinum megin a eyjunni og thad skodad i skjoli naetur? Farid i strandarferd til ad jafna brunkurendurnar a fotunum eftir sandalana? Gengid um gotur Saint Denis og spiladur billjard og etinn is sem endranaer?

Thad skiptir ekki mali thvi allt er jafngott thegar madur hefur astvin sinn innan handar.

Kruttlegt? Ja.

Monday, November 27, 2006

æ æ æ æ

Lífið er undarlegt, það segi ég og skrifa. Ég hef verið í krónísku "æ æ æ æ" skapi síðan í sumar og finn ég öngva skýringu á því. Það lýsir sér í því að ég upplifi óútskýranlegar tilfinningar um lífið og veröldina, og fæ ég útrás með því að dæsa "æ æ æ æ æ".

Æ æ æ æ, þetta er svo undarlega undarlegt. Hér er ég, en ekki þar, en samt bráðum þar og út um allt og svo bara aftur þar sem samt er hér. Nei, ég skil þetta ekki heldur.

Arabískupróf nr. 2 á morgun. Við Gulli, sem er kærasti minn og hangsfélagi höfum hangið á bókasafninu í allan dag að læra. Erum vér ekki dugleg? Ritgerð hvílir á öxlum mínum sem skila þarf á fimmtudaginn, en ég er ekkert að stressa mig á því. Ég er of upptekin af því að upplifa "æ æ æ æ".

Er að ljúka við að setja inn myndir frá síðustu göngu. Þær eru afar indaelar.

Gulli er búinn að vera ódla duglegur að taka til og allt er svo unaðslega snyrtilegt hjá okkur núna. Það hefur góð áhrif á sálarlífið. Hver veit nema ég taki mér þetta til fyrirmyndar í framtíðinni.

Slæmt í lífi voru: Kakkalakkar og moskítóflugur. Það má útrýma þessu fyrir mér.

Wednesday, November 22, 2006

Biturleiki edur jakvaedni???

"Tharna thekki eg thig!" segja sumir, "Vera jakvaed!!!" segja hinir. Thad er spurning.

Thad eina sem eg get sagt er thad ad bloggsida thessi er skopud til thess ad faera folki frettir af mer, en eg get ekki lofad ad eg geti alltaf verid hreinskilin med biturleika minn a henni. Eftir allt saman vil eg ekki hraeda folk i burtu fra mer.

En thid hin sem skiljid mig... Hafid ekki ahyggjur, eg mun aldrei lata jakvaednina na fullum tokum a mer.

Dagurinn i gaer kom mer tho a ovart og sannar thad ad lifid er stundum svo undur audvelt. Thurfti ad skrifa grein fyrir Hugsandi OG laera fyrir prof, og hafdi ad sjalfsogdu sed sjalfa mig fyrir mer i taugahrugu og oskrandi a allt og alla, en hvad haldidi? Eg barasta settist fyrir framan tolvuskjainn sallaroleg og greinin barasta flaeddi fram ur fingurgomum minum. Kikid a hana, hun er mognud. Ja, og profid var svo bara skitur a priki, ekkert mal ad redda ser i gegn um thad...

Um helgina logdum vid skotuhjuin upp i langferd med thremur Thjodverjaskjatum, enda erum vid ordin Thjodverjasleikjur miklar. Ver toltum um fjoll og firnindi til thess ad skoda nokkra magnada stadi, en thvi midur var of skyjad til thess ad vid saejum nokkurn skapadan hlut. Eilitill bommer thar, thar sem vid gengum samtals taepa 30 km og thad reyndi orlitid a blessadar bifurnar.

Thad versta vid thetta er thad ad madur getur ekki bara verid odla duglegur og labbad einhverja 30 km og verid ad drepa sig a thvi, nei nei, aetli madur ad komast i form tharf madur ad hreyfa sig oft i viku, og thad er meir en eg get lagt a mig. En hvur veit. Thegar Afrikuferdin hefst verdum vid a stanslausum faraldsfaeti i einhverja 3 manudi, thannig ad vid komum maske mossud heim.

Er annars buin ad setja inn nokkrar gerpalegar myndir ur hversdagsleika okkar her, ef thid hafid ahuga a ad sja hvad vid erum solbrun og flott i badfotunum okkar kikid endilega! Svo set eg inn myndirnar ur fjallgongunni sem fyrst ykkur til unadsauka.

Ad heiman faer madur frettir af snjoskoflum og jolaundirbuningi. Her hitnar sifellt, en eg thakka fyrir hvern skyjadan dag sem okkur hlotnast. I verslunarmidstodum er buid ad hengja upp jolaskraut, en thad er bara hlaegilegt i thessu samhengi.

Jaeja vaenur minar og vaenar.
Njotid ykkar.

Wednesday, November 15, 2006

O nei...

Hvad er ad gjorast? Profin eru byrjud, onnin er ad klarast, dvolinni er ad ljuka, og eg er ekki enn buin ad kafa eda surfa eda skoda meir en svona 7% af thessari eyju...!!! Eg kjuklingadist ut ur klettaklifrinu, beiladi a ollum ahugaverdu masterkursunum sem mer stodu til boda, nennti ekki ad vera i studi og kynnast folki... Hvur arinn, og nu er thetta bratt buid og eg til hvurs var thetta? Erasmusonnin gifurlega var ekkert nema hversdagsleiki a sudurhveli jardar.

Svona getur nu verid gaman ad hugsa neikvaett. Eg geri mikid af thvi.

Ja, annars er thetta stadreynd. Onnin lidur nu undir lok, en thad goda er ad tha faer madur almennilegan tima til ad skoda sig um i desember og hvur veit nema madur skelli ser tha a brimbretti eda kafi medal skrautlegra fiska? Thad er ad segja ef eg nenni ad rifa mig upp og vera aktif einu sinni a minni vesaelu aevi.

Liklega er best ad haetta ad tala i gatum um framtid vora her a sudurhnetti. Thad er ykkur eflaust ljost ad ver munum leggja upp i ferdalag eftir jol. Madagaskar bidur okkar med ollum sinum skondnu opum og trjafloru. Ekki hef eg tho tjad ollum ad eg hyggst ekki hanga vid haskolann her a naestu onn. Vid Gullmundur turtildufa munum fljuga a vaengjum astarinnar til mots vid fleiri lond i Afriku thar sem ver munum ganga til lids vid villimenn og mannaetur. Thad er alltent planid eins og stendur.

Um sidustu helgi gerdumst ver tho turistar og forum a strond. Barum Jimmy Cliff augum a tonleikum a laugardagskveldinu og heldum svo til mots vid strandparty a svartri strond. Eg badadi mig i trylltum oldum en Gulli la i skugga trjanna og bar sig illa. Min skodun er su ad hann minnki eilitid ahuga sinn a aromatiserudu rommi, en um helgina neytti hann thess sukkuladi- og bananablondudu.

Ver hofum keypt hundamat handa felogum okkar i hverfinu. Ver erum svog miklir dyravinir.

Thursday, November 09, 2006

Hvad er ad gjorast?

Hvad vardar oskir ykkar um fleiri myndir verdur einhvurt lat a theim thar sem myndavelin lenti i alvarlegu slysi. Andreas felagi vor hafdi fengid hana til afnota til ad taka upp myndbond, en ekki bra tha betur vid en svo ad hann settist ofan a hana og braut skjainn. Nu bidur hann thess ad nyr skjar verdi sendur hingad fra Evropu svo hann geti baett fyrir thennan skada. Hann hefir tho lanad oss sina eigin myndavel svo ad maske faid thid aunhvurjar myndir eftir helgi.

Hvad get eg sagt ykkur, aumu mannkindur sem lifid fyrir nyjar bloggfaerslur?

A Reunion eru akaflega kruttlegir litir fuglar. Their eru af hinum ymsu tegundum og allir mun minni en snjotittlingarnir heima. GNO, their eru svoooo saetir. Their eru vissulega thad kruttlegasta vid thennan stad. Ein fuglategundin ber af, thar sem hun er fagurraud ad lit, en mer thykja tho hinir hversdagslegu kruttlegri bara af thvi ad their eru svo hversdagslegir.

Hvad er ad fretta af nami minu her, spyrjid thid maske? Jah, eg sem hafdi aetlad mer ad laera reiprennandi kreolsku verd vist ad vera raunsae og lata af theim draumi. Ekki ad thetta se flokid tungumal, thad er afar likt fronsku og malfraedin er mun einfaldari. Astaedan fyrir thvi ad eg tel mig ekki eiga moguleika a ad laera thad er su ad their fau kreolar sem eg tala eitthvad vid tala ad sjalfsogdu vid mig a fronsku thar sem eg er ju utlendingur. Og thar sem samskiptin eru thetta litil thykir mer til litils ad vera ad reyna ad stama mig eitthvad afram a kreolsku thar sem franskan min er barasta ad na nokkud godu flaedi nuordid. Hvad vardar kreolskutimana upp i haskola tha eru their omurlegir. Kennarinn talar vid oss likt og leikskolaborn edur hvolpa, og i heila onn hefur hann sagt soguna um "Litla Jon og skrimslid" i hverri einustu viku. Profid i naestu viku verdur ur thessari sogu... Hmmmmm.... hvernig aetli manni muni ganga?

Svo var eg ad koma ur profi ur skyldukursi nokkrum fyrir skiptinema. Profi sem eg vissi einhverra hluta vegna ekki af fyrr en eg var maett i timann i dag. Eg fekk engu ad sidur 19 af 20 vegna thess ad kennarinn elskar Islendinga og greinilega utlendinga yfir hofud, thar sem allir virdast hafa fengid 18 eda 19 an thess ad hann hafi einu sinni litid yfir profin. (Profid snerist um thad ad skrifa hvad manni thaetti La Reunion aedisleg). Thessi kennari er sjuklegur a olysanlegan hatt. I timum hja honum faum vid ad laera lifsspeki hans um ad lifd se gjof og ad vid seum oll bornin hans og ad vid thurfum ekkert ad laera, bara njota thess ad vera a La Réunion.

Annars eru nu ekki allir timarnir svona hraedilegir. Eg er til daemis alveg ad laera slatta i fronsku fyrir utlendinga og arabisku, en thad er kannski ekki mikil mannfraedi i thvi. Svo hefur ekki verid neitt ad laera heima i allt haust thannig ad eg er gjorsamlega ad letast nidur. Sem er svo sem indaelt.

En nu lidur ad lokum thessarar annar og taka tha vonandi vid einhvurjar indaelar ferdir um eynna og svo eftir aramot holdum ver hedan brott til mots vid fleiri aefintyr.

Mér thykir vaent um ykkur.

Monday, November 06, 2006

JAH rastafari

Afsakid leti mina vid blokun.
Her gengur lifid sinn vanagang, sem thydir simpsonsglap og billjardspil, hangs i haskolanum og leti i fleti.
I gaer forum vid Gulli reyndar a minningarathofn keisara vors Haile Selasse Jah Rast Afar I, eda hvad sem hann het karlgreyid. Thad var athyglisvert. Rastafarar bordu bumbur, sungu salma og badu til Jah. "JAH!!! rastafari..." Ver fengum okeypis graenmetisfaedi ad eta, lagum i grasi og hnikktum til hnokkum vorum i takt vid gripandi bumbuslattinn.
I sidustu viku forum vid i skogarferd i einhvurn gard ad nafni Forestia, en thar bydst folki upp a ad leysa ymsar thrautir i 15 m haed yfir jordu, i hinum ymsu trjam. Agaet leid til ad losna vid lofthraedslu ad kasta ser ur thessari haed og sveifla ser i kodlum likt og Jane apasystir og maki hennar.
Svo fundum vid litinn kettlingaranga a heimferd okkar fra billjardspili a fostudagskveldid. Vesalingurinn var aleinn a vappi og vildi endilega koma med okkur heim. Gulli sem thykist ekki vera kattarvinur tok astfostri vid thetta litla gerpi. Vid gafum honum smjor og fiskifingur og bjuggum um hann i bakgardinum. Ekki bra tho betur vid en svo ad hann var horfinn a braut daginn eftir og enginn virdist vita hvad vard um hann. Undarlegt tho, thar sem sonur Fru Lau Tai hafdi einmitt verid settur i ad thrifa bakgardinn thennan morgun og hafdi hann einnig "thrifid" burt kattarfletid, thorparinn sa. En forum ekki nanar ut i thad.
Vid erum ad fara i arabiskuprof i kveld. Hofum setid sveitt vid ad laera dagana og tolurnar og ymislegt fleira. Thetta er farid ad verda gifurlega anaegjulegt nuna eftir ad madur er farinn ad geta lesid og skrifad thetta framandi tungumal.
Alltent, vona ad thessi aumi blokur hafi faert ykkur gledi.
Saelinu!