Rodrigues Rodrigues.... Færeyjar suðursins líkt og Gulli vill kalla hana... Og það er satt. Hér vöppum við um í kjarri og eldfjallagrjóti, um stokka og steina í Guðs grænni náttúrunni. Einhvurskonar blanda af Skotlandi, Íslandi og Færeyjum hér á ferð, með stöku pálmatrjám og kóralrifum til þess að krydda stemmninguna.
Fyrstu tvær næturnar sváfum við undir beru lofti við iðandi Indlandshafið. Það var svo ljúft svo ljúft. Svo ljúft að ég gat engan vegin sofið næstu tvær nætur á eftir inni á hótelherbergjunum, því þar var of heitt... rúmið of mjúkt... ég ekki nógu vel varin gegn moskítóflugum. ARG.
Hér er ferðamannaiðnaðurinn á byrjunarstigi. Rodriguesbúar eru þess vegna margir ákaflega spenntir og/eða forvitnir fyrir furðulegum hvítingjum eins og okkur. Margir hverjir vilja spjalla og eru þá einkar áhugasamir um skoðun okkar á eyjunni þeirra og vilja að sjálfsögðu heyra að Rodrigues sé miklu fallegri og indælli en Máritíus (Rodrigues er undir stjórn Máritíus).
Í gær gekk kallaði á eftir okkur gamall maður. Hann var í miklu uppnámi og bað margsinnis Guð að blessa okkur. Hann talaði ekkert nema kreólsku, benti á skegg Gulla, tók í hendur okkar og endaði á að fella gleðitár. Mér skildist á endanum að hann teldi að Gulli væri Jesú Kristur. Það var merkileg upplifun.
Jæja. Ekkert varð um aprílgöbb í gær því að ég nennti ekki að vera frumleg.
Sjáumst eftir 16 daga.