Friday, April 20, 2007

Esjan á sunnudaginn

Jæhja. Þá er maður kominn til landsins kalda.
Það nístir inn að beini.

Ég er bæði búin að vera niðurdregin yfir þessari heimkomu og sátt. Og nú er ég held ég bara endanlega sátt. Jájájájá.

Lífið er fagurt og ljúft.

Hver vill koma í Esjugöngu með okkur á sunnudaginn???

Geri ekki ráð fyrir að blogga meir hér.

Tuesday, April 17, 2007

0° C í Reykjavík

Samkvæmt mbl.is er hitastig í Reykjavík nú núll.

Samkvæmt Guðbjörgu Lilju snjóaði þar í gær.

Samkvæmt flugmiða mínum verð ég þar á morgun.


Unaður.

Monday, April 16, 2007

Vorsins blómi

Paris Paris í vorsins blóma.... Bakkar Signu svigna undan háskólastúdentum og um loftin svífa hvítir frjókornshnoðrar. Allt er svo undur krúttlegt.

Erum í góðri gistingu hjá henni Ernu okkar blessaðri sem er mannfræðiskjáta í skiptinámi. Ekki verra að vera svo gott sem í miðri París.......

Er að snæða Gullafæði. Snilligáfa mannsefnis míns í eldhúsinu kemur í veg fyrir að mér muni nokkurn tíman fara fram í eldamennsku. En ég nýt þó alltént góðs af þó kjaptur minn brenni og þarmar þrútni.

Á meðan að á dvöl minni stóð í sumarsólinni í Indlandshafi greip mig aldregi löngun til fatakaupa eður kaupa yfir höfuð. Þótti mér skömm að slíkum fjára þrátt fyrir að verð hafi verið lág. Þegar ég steig á Evrópska grund eður öllu heldur á grund HMs fauk féð úr fórum mínum. En það er bara gaman.

Vér ætlum að skella okkur á Arabíska testofu og reykja svosum eina vatnspípu.

Friday, April 13, 2007

Lúxemborg

Nú erum við í hinnu eilífu sveitasælu í Lúxemborg. Það er ljúft og kalt.... þó að í gær hafi verið yfir 20 stiga hiti.
Við enduðum á að nenna ekki að fara upp á Piton de Neiges. Leigðum í staðinn bíl með Ylfu og Eika og kíktum á eldgosið mikla. Við sáum eldtungur renna niður í sjó með miklum gufugangi. Þetta var í þriðja skipti sem eldfjallið gaus á meðan að á dvöl okkar stóð.
Síðustu dagarnir á Reunion voru undarlegir. Ég neyddist til að borða að minnsta kosti tvo ísa á dag til þess að fara ekki yfir um af pirringi/þunglyndi eða ég veit ekki hverju. En það er ákaflega ljúft að vera komin til Evrópu í kuldann.
Höldum aftur til Parísar á morgun. Ætlum að hanga þar í hámenningunni í nokkra daga áðren við sameinumst lúsablesalegu eðli okkar á Íslandi.
Sjámst.

Thursday, April 05, 2007

Piton de Neiges # 2

Ég er með freknur á efri vörinni. Ég vissi ekki að slíkt væri fræðilega mögulegt en þannig er það nú samt.

Síðast þegar ég vissi var ég líka rauðhærð eða ljóshærð en alls ekki dökkhærð.

Einungis að vara ykkur við svo að þið þekkið mig nú örugglega aftur dúllurnar mínar.

Já, þá er það enn og aftur Reunion með öllum sínum háskólasjarma. Raunar ætlum við að halda til fjalla á morgun og reyna enn á ný við snjótindinn ógurlega, þar sem við eyddum áramótunum í ofsaveðri. Í þetta skipti verðum við í fylgd Íslendinganna Ylfu og Eika. Maður verður nú víst að æfa sig eilítið í íslenskum samskiptum svona rétt fyrir heimför.

Alltént.

Blesh.

Sunday, April 01, 2007

How do you like Rodrigues?

Rodrigues Rodrigues.... Færeyjar suðursins líkt og Gulli vill kalla hana... Og það er satt. Hér vöppum við um í kjarri og eldfjallagrjóti, um stokka og steina í Guðs grænni náttúrunni. Einhvurskonar blanda af Skotlandi, Íslandi og Færeyjum hér á ferð, með stöku pálmatrjám og kóralrifum til þess að krydda stemmninguna.

Fyrstu tvær næturnar sváfum við undir beru lofti við iðandi Indlandshafið. Það var svo ljúft svo ljúft. Svo ljúft að ég gat engan vegin sofið næstu tvær nætur á eftir inni á hótelherbergjunum, því þar var of heitt... rúmið of mjúkt... ég ekki nógu vel varin gegn moskítóflugum. ARG.

Hér er ferðamannaiðnaðurinn á byrjunarstigi. Rodriguesbúar eru þess vegna margir ákaflega spenntir og/eða forvitnir fyrir furðulegum hvítingjum eins og okkur. Margir hverjir vilja spjalla og eru þá einkar áhugasamir um skoðun okkar á eyjunni þeirra og vilja að sjálfsögðu heyra að Rodrigues sé miklu fallegri og indælli en Máritíus (Rodrigues er undir stjórn Máritíus).

Í gær gekk kallaði á eftir okkur gamall maður. Hann var í miklu uppnámi og bað margsinnis Guð að blessa okkur. Hann talaði ekkert nema kreólsku, benti á skegg Gulla, tók í hendur okkar og endaði á að fella gleðitár. Mér skildist á endanum að hann teldi að Gulli væri Jesú Kristur. Það var merkileg upplifun.

Jæja. Ekkert varð um aprílgöbb í gær því að ég nennti ekki að vera frumleg.

Sjáumst eftir 16 daga.

Monday, March 26, 2007

Ledurblakan

Eg upplifdi undursamleg kynni vid ledurbloku um helgina. Vid Gulli leigdum sem fyrr segir bil og runtudum ut um allt i gaer og i fyrradag. Vid forum medal annars i hinn indaelasta dyragard, thar sem matti hafa samskipti vid risaskjaldbokur og halda a krokodilsunga. Thad ljufasta af ollu voru tho ledurblokurnar. Aldrei hefdi mer dottid i hug ad thaer gaetu verid svona undursamlega mikil gerpi. Ein theirra var agaetlega ahugasom um okkur. Einna likust litlu hundspotti med vaengi og hekk hun a afturloppunum og naerdist a eplabitum. Skondnast var thegar hun sneri ser vid og hekk a framklonum tveimur og tonnunum til thess ad pissa. GNO hun var svo saet.

I gaer forum vid svo a fatamarkad sem a ser stad tvisvar i viku. Thar ma fa hin ymsustu gaedaklaedi a godum pris. Gulli fjarfesti i skyrtum og treflum a hagstaedum kjorum, thad eina sem eg festi kaup a var kebab nokkur, afar hagstaedur fyrir likamlegt og andlegt astand mitt a theirri stundu.

Her eru enska, franska og maritiuskreolska tolud sitt a hvad. Oft franska og enska i somu setningunni thannig ad madur veit eiginlega aldrei hvada tungumal madur a ad tala. Allt er akaflega indverskt einhvernvegin med kinverskum ahrifum.... Afar indaelt.

Thad er eitthvad svo undursamlega sumarfrislegt ad vera herna. Holdum afram til Rodrigue a morgun. Thad verdur enntha rolegra. Eyjan er i 600 km fjarlaegd hedan, 18 x 8 km ad staerd, 36.000 kreolaeyjaskeggjar. Ekkert ad gera nema ad hanga.